Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 56

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 56
54 VALUR Weber lengst til vinstri ögnar brezka Ijóninu með því að skora á síðustu mínútu úrslitaleiksins 2:2. hátt gátu þeir troðið sér inn. Eng- inn æðraðist, þótt varla væri hægt að ná andanum, og menn væru löðrandi í svita, ekkert raskaði ró Bretans. Og áður en langt um leið tóku hópar unglinga að syngja í léttum tón án allra ærsla, og skap- aði þetta vissa stemningu, þrátt fyrir þrengslin, svitann og kófið, sem þarna var inni. Þegar stigið var út úr lestinni, mátti fljótt sjá að Bretarnir höfðu komið auga á viðskiptahliðina á hátíð þessari, því þar var fjöldi manna, sem bauð ýmsan varning til sölu, til minningar um HM- keppnina. Þar voru og „svarta- markaðsbraskarar," og buðu að- göngumiða. Var sagt að þeir hefðu farið heldur illa út úr þeim við- skiptum, enda buðu þeir stundum miða fyrir hálfvirði, en reyndu í staðinn að selja útlendingum miða frá deginum áður! Þarna fyrir utan Wembley mátti sjá og heyra smáhópa yngri manna, sem sungu létt lög, og gerði þetta æði mikla stemningu og hátíðleik, enda var það svo að Englendingar virtust vilja gera allt sitt til þess að gera keppni þessa að verulegri hátíð og skemmtun. FÓLKIÐ TIL ENDANNA BLÉS LlFI 1 LEIKINA. Enginn kom of seint til leikj- anna, allir vildu sjá allt, sem fram fór, og enginn hreyfði sig til brott- farar, fyrr en blístra dómarans kvað við að leik loknum. Mér virtist sem áhorfendur í endastæðunum væru mest Eng- lendingar, en til hliðanna voru meira erlendir gestir og „betri“ borgarar brezkir. Það var samt svo, að einmitt fólkið til endanna héldu uppi mestri stemningu, og voru þeir sem mest örfuðu sína menn til dáða. Þegar England lék voru það æfinlega smáhópar þarna til end- anna, sem tóku að kalla í sífellu: Eng-land, Eng-land, England um allan völl. Stundum komu önnur köll eins og Ram-sey, Ram-sey, Nobby Stiles, Nobby Stiles. Þessi „stríðshvöt“ ómaði fram og aftur undir hálfþaki Wembley, og hreif hinn hlutlausa áhorf- anda, sem varð í rauninni hálf- gerður þátttakandi í þessari at- höfn. Eins og áður var sagt, var eins og enginn Englendingur efaðistum það, að England mundi sigra í þessari keppni, án þess þó að það væri sett fram í yfirlæti og sjálfs- öryggi, það var eins og það væri sjálfsagður hlutur. Þó er ég nær viss um, eftir við- brögðum þeirra við leik annarra þjóða, og mat þeirra á góðum leik, að þeir hefðu tekið því vel að tapa. Það er fyrst og fremst góð knatt- spyrna, sem brezkur áhorfandi virðir og metur. LOF FYIR GÓÐAN LEIK. Maður þurfti ekki að dvelja lengi á áhorfendapöllum til þess að verða þess áskynja að þar var fólk sem kunni að meta góða knatt- spyrnu, og þeir voru ekki sparir á það að láta í ljós aðdáun fyrir því, sem vel er gert, og var þá klappað án afláts. Það var merkilegt að verða var við það að það var sama hvar maðurinn var staddur á vell- inum, þegar það gerist, sem áhorf- andanum líkaði. Það gat verið góð sending, góður skalli, góð stöðvun knattar, frumleg staðsetning eða góð hugsun, sem sagt, þetta var metið svipað og vel skorað mark eða skot eða vörn markmanns. Þetta virkaði ákaflega þægilega á mann, og vafalaust verða leikmenn fyrir góðum áhrifum af þessu og það verður þeim hvatning til að gera vel. Væri knattspyrnunni að þeirra áliti misboðið með hugsunarlaus- um leik, spyrnum eða aðgerðum, létu þeir það einnig óspart í ljós með óánægjuhljóðum, og það vægð- arlaust. Það virtist sem það væri ósæmilegt að haga sér svona og óvirða á þennan hátt svo góða íþrótt sem knattspyman er. Þannig fékk t.d. Jasin, hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.