Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 61

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 61
VALUR 59 Sigurður Sigurðsson: Heimsmeistarakeppnm undir húsinu á Hlíðarenda, en það kemur til með að duga ekki þegar æft er í höllinni í Laugardal. Svo er annað sem verður að gera sér grein fyrir og það er að tímarnir breytast, og varla við því að búast, að menn fáist til að þjálfa án þess að fá fyrir það greiðslur, þar sem þetta er að verða föst venja, t.d. í knatt- spyrnunni. Þegar ég lít til baka yfir þetta tímabil, verð ég að segja að þetta hefur verið minn höfuðverkur og mín gleði, og ánægjulegt félags- legt samstarf. Nokkuð að lokum? Ég hef stundum verið að hug- leiða það hvort við gætum ekki notað betur félagsheimilið fyrir flokkana í deildunum. Hvort það væri möguleiki að gera t.d. hluta af salnum svolítið öðruvísi úr garði, þannig að þar væru þægi- legri sæti til þess að rabba sam- an í um dagsins mál og verkefni, þar sem fer venj ulega vel um fólk- ið. Ef það væri hægt að fram- kvæma þac5, mundi það vafalaust verða til þess að handknattleiks- fólkið mundi ná lengra. Persónuleg kynning í rólegu umhverfi er mjög þýðingarmikil. Þetta mætti athuga í góðu tómi. Ég vil svo að lokum árna hinum nýja formanni allra heilla með starf sitt. Hér er á ferðinni ungur og efnilegur maður, sem býr yfir miklum áhuga og vilja, og ég bind miklar vonir við hann sem for- ustumann í Handknattleiksdeild- inni. F. H. Einar vinur minn Björnsson bað mig að skrifa nokkrar línur um heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu í Valsblaðið. Eins og öllum Valsmönnum mun kunnugt, tekur Einar engar undanfærslur gildar, að minnsta kosti þegar Valur er annarsvegar. Ég taldi mig þó vera í góðri varnarstöðu, þar ég átti þess ekki kost að sjá keppnina, en Einar sagði að þetta væru ekki gild rök, því ég hefði fylgzt með keppninni í útvarpi og blöðum. Þar með voru vopnin slegin úr höndum mér, og mun ég nú leitast við að skýra frá nokkrum staðreyndum í sambandi við þessa keppni. Sem kunnugt er, komust 16 flokkar í aðalkeppnina, að undan- genginni forkeppni, og var þeim skipað í fjóra riðla í lokakeppn- inni. I A-riðli voru Englendingar, Frakkar, Mexikanar og Uruguay- menn, í B-riðli Argentínumenn, Spánverjar, Svisslendingar og Vestur-Þjóðverjar, í C-riðli Brasil- íumenn, Búlgarar, Portúgalar og Ungverjar og í D-riðli Chilebúar, Italir, Norður-Kóreumenn og Sov- étmenn. 1 riðlunum léku allir við einn og einn við alla, og tveir efstu flokkarnir komust áfrarn í átta flokka keppni. Englendingar urðu efstir í A-riðli með 5 stig, gerðu fjögur mörk gegn engu, næstir komu Uruguaymenn með 4 stig, gerðu 2 mörk gegn 1. í B-riðli sigr- uðu V-Þjóðverjar, hlutu 5 stig, gerðu 7 mörk gegn 1, næstir urðu Argentínumenn, einnig með 5 stig, gerðu 4 mörk gegn 1. I C-riðli sigr- uðu Portúgalar, hlutu 6 stig, gerðu 9 mörk gegn 2, Ungverjar urðu næstir með 4 stig, gerðu 7 mörk gegn 5 og í D-riðli urðu Sovétmenn sigurvegarar, hlutu 6 stig, Norður-Kóreumenn komu næstir með 3 stig. Það sem mesta furðu vakti í sambandi við keppnina í riðlunum var það, að heimsmeistararnir 1958 og 1962, Brasilíumenn, kom- ust ekki áfram, sama er að segja um Frakka, ítali og Spánverja, en ýmsir höfðu spáð þessum þjóðum, og þá einkum Brasilíumönnum, sigri í heimsmeistarakeppninni. Næsta umferð var útsláttar- keppni, Englendingar unnu Arg- entínumenn með einu marki gegii engu, Portúgalar unnu Norður- Kóreumenn með 5 mörkum gegn 3, Þjóðverjar unnu Uruguaymenn með 4 mörkum gegn 0 og Sovét- menn unnu Ungverja með 2 mörk- um gegn 1. Þar með voru allar Suður-Ameríkuþjóðirnar úr sög- unni, og aðeins Evrópuþjóðir kom- ust í undanúrslit. 1 undanúrslitum unnu Þjóðverj- ar Sovétmenn með 2 mörkum gegn 1 og Englendingar Portúgala með sömu markatölu. Þess má geta, að ýmsir höfðu spáð því, að það lið, sem næði að sigra Portúgala í þess- ari keppni væri öruggt um heims- meistaratitilinn, og rættist sá spá- dómur sannarlega. Leikur Eng- lendinga og Portúgala er talinn einn bezti leikur keppninnar, á- samt leik Ungverja og Brasilíu- manna, sem lauk með sigri Ung- verja 3:1. Portúgalar og Sovétmenn kepptu síðan um þriðju verðlaunin, og var sá leikur nokkuð jafn, en honum lauk með sigri Portúgala, tveim mörkum gegn 1, Eusebio og Torres skoruðu mörk Portúgala, en Bani- schewski gerði mark Sovétmanna. Var þá komið að úrslitaleiknum, milli Englendinga og Þjóðverja, og var hann æsispennandi. Þjóð- verjar þóttu leika öllu betur en Englendingar, en Englendingar voru ákveðnari og vörn þeirra var afburða góð. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark leiksins, er hann hafði staðið í 12 mínútur, það var hægri innherjinn, Haller sem skoraði. Allskonar hjátrú er í sambandi við knattspyrnu, ekki síður en annað, og m. a. hafa menn þá trú, að lið það, sem skorar fyrsta markið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.