Valsblaðið - 24.12.1966, Side 63

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 63
VALUR 61 Einar Björnsson: ÍSLANDSMÓTIÐ ÞAÐ fer ekki á milli mála, að úr- slitabaráttan um fslandsmeistara- titilinn í knattspyrnu hefir aldrei, allt frá því að Knattspyrnumót ís- lands hófst árið 1912, verið jafn- ari og harðskeyttari né meiri spenna ríkt um endalokin, en á s.l. ári. Aldrei fyr hefir það átt sér stað, að til þyrftu að koma tveir aukaleikir, svo úr því fengizt skor- ið, hvor hinna stríðandi aðila skyldi hljóta heiðurstitilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands“. Svo jöfn voru „toppliðin“ IBK og Valur. Eftir leikina heima og heiman, samkvæmt keppnisskránni, sigraði Valur í Reykjavík með 4:3 en fBK á Njarðvíkurvelli 3:2. Var því sýnt að til aukaleiks myndi koma. Aukaleikur sá fór fram á Laug- ardalsvellinum hinn 25. september í blíðskaparveðri og við meiri að- sókn en nokkur annar leikur móts- ins. Að loknum leiktíma var stað- an 1:1. Það var Hermann Gunn- arsson, sem skoraði fyrst fyrir Val, en Jón Jóhannsson jafnaði fyrir ÍBK er stutt var liðið á síð- ari hálfleik. í fyrrihluta fram- lengingarinnar skoraði fBK. Jón Ólafur sendi knöttinn í netið úr laglegum skalla Jóns Jóh. Stóðu leikar síðan 2:1 fyrir ÍBK allt fram á síðustu mínútu, og var út- lit fyrir að Keflvíkingar myndu fara með sigur af hólmi. En það er nú svo, að leiknum er ekki lok- ið fyrr en dómarinn hefir flautað hann af, og eins það að síðustu sekúndurnar eru ekki síður dýr- mætar, en annar tími leiksins. Þannig reyndist það í þessum á- tökum. Á síðustu mínútu „dundu ósköpin“ yfir Keflvíkingana, sem svo djarflega höfðu barizt og eygðu íslandsbikarinn í sjónhend- ing og að hann væri þeirra að rúmri hálfri mínútu liðinni. En Sigurjón Gíslason framvörður og Reynir Jónsson h. útherji gerðu þessa draumsýn fBK að engu, er aðeins 30 sekúndur voru til leiks- loka. Með hárri spyrnu sendi Sig- urjón knöttinn að marki fBK og Reynir vel staðsettur skallaði úr sendingunni og skoraði glæsilega. Leiknum var lokið um leið og knötturinn hafnaði í markinu. Jafntefli og nýr aukaúrslitaleikur var á næsta leiti. Hinn 2. október fór svo fram á Laugardalsvellinum annar auka- úrslitaleikurinn milli Vals og fBK, í allgóðu veðri, og að viðstöddum enn fleiri áhorfendum en á fyrri aukaúrslitaleiknum. Þá fengustloks úrslit. Valur sigraði með 2:1. Kefl- víkingar skoruðu fyrst. Það var Högni sem sendi knöttinn inn, úr aukaspyrnu, rétt utan vítateigs, er stutt var komið leiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálf- leiknum. f síðari hálfleiknum jafn- aði Reynir úr hornspyrnu með á- gætri spyrnu. Kjartan markvörð- ur hugðist grípa knöttinn, en réði ekki við hann. Knötturinn snérist úr höndum hans og inn. Á 21. mín- útu leiksins skoraði svo Ingvar sig- urmarkið úr sendingu frá Berg- sveini. Þannig lauk leiknum með sigri Vals 2:1. Mikilli baráttu var Hafsteinn Guðmundsson. Góður og gegn Valsmaður, traustur forustumaður IBK, og báðum trúr. Reynir Jónsson kom mjög við sögu úr~ slita íslandsmótsins: Jafnaði með skalla í lok framlengingar fyrri leiks, og skor- aði úr horni í þeim síðari! lokið og Valur fslandsmeistari árið 1966. En þá voru 10 ár liðin frá því Val hafði hlotnazt sá heiður. Ekki verður annað sagt en þessi barátta um fslandsbikarinn, hafi verið mjög skemmtileg og bæði lið- in barizt vasklega. Keflvíkingar sóttu sig mjög er á leið deildar- keppnina og Valsmenn stóðu sig yfirleitt vel í mótinu og sýndu oft mjög góða leiki. Einkum er þess minnzt hversu Keflvíkingar voru dugmiklir í fyrri leiknum í aðal- keppninni við Val, er þeir voru fjórum mörkum undir í hléi gegn engu. En réttu svo hlut sinn það vel í síðari hálfleik, að aðeins eitt mark skildi á milli. Að ná sér svo vel á strik er svei mér ekki heigl- um hent, til þess þarf samtaka og sóknharða menn. Mér er til efs að nokkrum öðrum en Keflvíkingum hefði tekizt það. Lið þeirra er ó- neitanlega eitt okkar bezta knatt- spyrnulið í dag. f síðari aukaleiknum áttu Kefl- víkingar þó ekki eins góðan leik og í fyrri aukaleiknum. Þó litlu munaði að þeim tækist að jafna, rétt fyrir leikslok, er vítaspyrnan dundi á Valsliðinu, en Sigurður Dagsson varði af mikilli list. Hans

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.