Valsblaðið - 24.12.1966, Page 64
62
VALUR
Hið umdeildn mark aS
veröa söguleg stað-
reynd, Ingvar hefur
sparkað og knöttur-
inn á leið í mark.
hlutur í báðum þessum úrslita-
leikjum var stórkostlegur. Við-
brögð hans framúrskarandi og
varnarleikni með fádæmum oft á
tíðum. Vissulega átti Sigurður
Dagsson sína miklu hlutdeild í
sigrinum, sem einn hlekkur liðs-
ins. Verkefni hans var að standa
vörð um markið og það gerði hann
eftirminnilega. Þáttur þeirra, sem
mörkin skoruðu, var ekki síður
mikilsverður. Viðbrögð Reynis
Jónssonar tryggðu jafntefli og úr-
slitamark Ingvars sigur að lokum.
En þetta er ekki sigur eins einstaks
liðsmanns, heldur sigur heildarinn-
ar, og um hann fer eftir samstöð-
unni, samvinnunni og baráttu-
þrekinu.
Vissulega var hart barizt á leik-
vellinum, en ekki síður á ritvellin-
um þegar að því kom. Eftir fyrri
aukaleikinn voru íþróttablaða-
mennirnir yfirleitt sammála um,
að Keflavík hefði átt að sigra. Því
var haldið fram að leikurinn hefði
ekki virzt geta endað öðruvísi en
með sigri ÍBK, annað hefði verið
ósanngjarnt. Jöfnunarmark Reyn-
is hefði komið þegar enginn hefði
átt von á því. Helzt mátti skilja
sum blöðin svo að heppnin hefði
elt Val á röndum, en óheppnin ÍBK.
Enn var sagt: Svo sannarlega áttu
Suðurnesjamenn skilið að sigra í
þessum leik, enda voru yfirburðir
þeirra ekki á einu sviði heldur öll-
um. Þá fékk Valsvörnin sinn
skammt: „Vörnin skipuð þung-
lamalegum leikmönnum, sem ekki
höfðu við hinum snöggu og lipru
framherjum IBK, einnig var áber-
andi hve miklum bolabrögðum
vörn Vals beitti mótherja sína.“
Það verður að segjast að leitt
var fyrir IBK-Iiðana að yfirburðir
þeirra, ekki á einu sviði, heldur
öllum, skyldi ekki nýtast þeim bet-
ur en raun varð á, að viðbættum
hinum snöggu og lipru framherj-
Þó margt væri spaklega um fyrri
leikinn sagt í blöðunum, voru það
smámunir einir samanborið við
umsagnir og skrif almennt um síð-
ari leikinn. Þá fóru íþróttablaða-
mennirnir á kostum um síður sín-
ar í stórbrotnum lýsingum og
skörpum athugunum á gangi leiks-
ins og frammistöðu einstakra leik-
manna. Meirihluti þeirra var á því
að ÍBK hefði ekki átt eins góðan
leik og í hinni fyrri aukakeppni.
Meginuppistaðan í greinum og
skrifum um leikinn bæði leikra og