Valsblaðið - 24.12.1966, Page 70
68
VALUR
Eftirminnilegur leikur
í II. flokki 1927
Enginn íslenzkur dómari vildi dæma leikinn!
Margar sögur haf verið sagðar
um leiki annars flokks Vals og KR
á árunum rétt áður en Valur komst
á toppinn í fyrsta aldursflokki
1980. Þar áttust við harðskeyttir
strákar, sem ekki vildu gefa sig
fyrr en í fulla hnefana. í þá daga
var KR hið ósigrandi stórveldi og
vafalaust þá ekki síður en nú tví-
efldir ef um sigur var að ræða
annars vegar. Ekki er heldur að
efa, að Valspiltarnir hafa álitið
að á þá væri litið sem þá „litlu“,
og það gefið þeim „ólgu í hjartað“
og hert þá upp til að leggja til at-
lögu við ofureflið, með því hugar-
fari að selja sig eins dýrt og mögu-
legt væri.
Friðjón Guðbjörnsson, sem á
þeim árum var einn af keppendum
Vals í fyrsta aldursflokki, lék í
marki, segir hér frá einum leik í
öðrum flokki, sem fram fór 1927
og er honum ákaflega eftirminni-
legur, og er frásögn hans á þessa
leið: Þessi lið voru ákaflega jöfn
á þessum árum og mikill áhugi
meðal áhorfenda fyrir leikjum
þessum. í þessu móti sem hér um
ræðir, höfðu tveir leikir farið fram
og í bæði skiptin orðið jafntefli,
og framlenging í bæði skiptin. Það
þurfti því þriðja leikinn til þess
að reyna að ná úrslitum. Fyrir Val
var það ákaflega nauðsynlegt að
úrslit fengjust, því daginn eftir
átti fyrsti flokkur (meistaraflokk-
ur) að fara til Akureyrar í keppn-
isför og sumir piltanna áttu að
fara með. Þegar leikir þessir fóru
fram voru stofnaðir mannmargir
kall- og hrópkórar sitt hvorum
megin vallarins og voru Valsmenn
að austanverðu en KR-ingar vest-
anverðu. Voru köll og eggjunar-
orð ekki spöruð af hvorugum. Sá
sem stjórnaði kór Vals var Björn
Blöndal, bróðir Lárusar Blöndal,
en ekki man ég hver stjórnaði kór
KR-inganna.
Ekki er því að neita að dómar-
arnir fengu í þá daga orð í ausu
ef eitthvað útaf bar, að áliti aust-
an- eða vestanmanna, og þótti dóm-
urum sem þeir gætu naumast varið
mannorð sitt og heiður, ef þeir
gæfu sig í þetta. Það var því svo
komið, þegar þessi þriðji leikur
átti að fara fram, að enginn dóm-
ari, íslenzkur, fékkst til þess að
dæma.
Þá eru það KR-ingar sem bjarga
málinu með því að þeir fá sjóliðs-
foringja af brezku herskipi, sem
hér var þá og KR-ingar höfðu leik-
ið æfingaleik við, til þess að dæma
þennan þýðingarmikla leik.
Sama spennan helzt allt frá
byrjun þessa leiks sem hinna leikj-
anna og hvorki áhorfendur né leik-
menn spara sig, hvorir á sínum
stað.
Ekki man ég hvort liðið skoraði
fyrr, en það er jafnað, og aftur
er skorað og aftur jafnað, og ekki
nema —12 mínútur til leiksloka.
Þá er dæmd aukaspyrna á mark-
mann fyrir að hlaupa of mörg
skref með knöttinn á markteig. KR-
ingar safna öllum mönnum sínum
saman og raða þeim upp á mark-
línuna, svo þétt að ekki væri um
að ræða smugu fyrir knöttinn að
komast gegnum. Valsmenn sækja
og sína menn og hópast þeir sam-
an rétt við markteiginn tilbúnir
að „fylgja eftir“. Valsmenn völdu
skotharðasta mann sinn til þess
að taka spyrnuna, en það var Ósk-
ar Jónsson, og hlakkaði og hló í
Óskari að fá nú ef til vill tækifæri
til að gera út um leikinn, og þó
var varnarveggurinn í marki KR
ekki sérlega árennilegur. Óskar
hleypur til og spyrnir allt hvað
af tekur á varnarvegginn og á
samri stundu æðir fylking Vals
fram og skella fylkingarnar sam-
Þeir börðust við „stórveldið" og sigruðu. Annar flokkur 1927. — Aftari röð f. v.:
Jón Eiriksson, Hólmgeir Jónsson, Óskar Jónsson, Þórarinn Andrésson, Þorsteinn
Jónsson. — Miðróð: Geir Ólafsson, Jóhannes Bergsteinsson, Björn Sigurðsson. —
Fremsta röð: Jón G. S. Jónsson, Jón Kristbjömsson, Kjartan Guðmundsson.