Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 24

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Baldursbrá (1934-40), sem Þjóðræknisfélagið gaf út, og varð það vinsælt í höndum hans. Eigi var það heldur nein tilviljun, því að Sigurður kann manna bezt lag á því, að rita fyrir börn og unglinga. Still hans er lipur, léttur og áferðarfallegur; og hann á þann næm- leik tilfinninganna og þýðleik hugarfarsins, sem nær til barnshjartans. Og það er holt fyrir æskulvðinn að kom- ast undir áhrif rita hans, hvort sem eru sögur hans eða kvæði, því að göfug hugsun og siðferðisleg heilbrigði eru þar samfara fögrum og skemmtilegum frásagnarhætti. Mörg af eldri kvæðum Sigurðar vom ort á Islandi, en fyrsta bók hans, Sögur og kvæði, kom út í Winnipeg 1900-03. Þar eru ýms vel ort kvæði, t.d. “Sögunarkarlinn”, “Halta Finna” og “Guðsríki”, sem sýna ótvírætt ríka Ijóð- gáfu höfundarins og göfuga lífsskoðun hans. Það er auð- séð, að hann hefir opið auga fyrir ranglætinu í lífinu; mannúðin er sterkur strengur í flestum kvæðunum. Átak- anlega lýsir hann Höltu Finnu, sem hefir brotið skip sitt og “ílækist á milli búa”. Og jafn glögg og samúðarrík er lýsingin á “Sögunarkarlinum”, þó að sú mvndin sé sterk- ari og ljósari litum dregin. Hvað í Sigurði bjó sem skáldi, sást þó drjúgum betur í kvæðabók hans Kvistir, sem út kom í Reykjavík 1910. Auk þeirra ljóða, sem fyiT voru nefnd, eru hér mörg prýðileg kvæði bæði að frágangi og fegurð: “Sumarósk”, “Mús í gildru”, “Jólahugsun”, “I leiðslu” og “Mansöngur”, að nokkur séu talin. Margar stökur hans eru einnig ágæt- lega kveðnar og þmngnar tilfinningu, t.d. “Krummavísa: “Sorglegur er svipur þinn, svangur ertu, krummi minn, eg skal far’ að flýta mér, og finna ugga handa þér.”

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.