Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 42
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Bandaríkjunum. Á jámbrautarlestinni á leiðinni þangað,
þ. 26. ágrist 1873, fæddist Jón sonur þeii'ra.
Skoðanir eru skiptar um það, hvort hann hafi fæddur
verið í Canada eða Bandaríkjunum. Bókfestar heimildir
samferðamanna foreldra hans telja hann fæddan Canada-
megin landamæranna, í grennd við Kingston, Ontario.
Hinsvegar hefir höfundur þessarar greinar með höndum
eiðfest vottorð séra Steingríms N. Thorláksson, sem einnig
var á jámbrautarlestinni þar sem Jón fæddist, er full-
yrðir, að hann hafi fæddur verið Bandaríkja-megin land-
amærahnunnar. Skilríkir menn hafa og tjáð mér, að sú
hafi verið skoðun ættmenna hans og nágranna. Upplýs-
ingar þær, sem Jón hefir sjálfur aflað sér um þetta atriði,
hníga einnig í sömu átt. Hvað sem fæðingarstaðnum
líður, mun mega fullyrða, að hann sé fyrsta íslenzkt
sveinbarn fætt í austurhluta Vesturheims á hinni síðari
landnámstíð Islendinga þar í álfu, en Islendingar höfðu
um allmörg ár verið búsettir vestur í Utah-ríki, þá er hér
var komið sögu.
Foreldrar Jóns áttu aðeins stutta dvöl í Milwaukee,
en settust að á meðal Norðmanna í Dane County í Wis-
consin og voru þar búsett í þrjú ár. Fluttust þá (1876) til
Lyon County í Minnesota og tóku sér bólfestu á heim-
ilisréttarlandi sex mílur norð-austur af Minneota. Voru
þau því í hópi íslenzkra frumbyggja á þeim slóðum og
dvöldust þar í fjögur ár, er reyndust nýlendubúum um
margt hin erfiðustu. Fyrri tvö árin eyðilögðu engispret-
tur nærri allan jarðargróður, og er auðvelt að gera sér í
hugarlund, hver hnekkir það var fátækum frumbyggjum.
Enginn skógur var á nýlendusvæðinu, og fáir höfðu
peningaráð til þess að afla sér byggingarefnis. Fyrstu
skýli nýlendubúa voru því byggð úr torfi. Toifkofi þeir-
ra foreldra Jóns var með þeim stærstu, og var hann því
valinn fyrir veizlusal, þegar þau Eiríkur H. Bergman og
Ingibjörg Pétursdóttir Thorlacius (foreldrar Hjálmars A.