Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 44
44
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Foreldrar Jóns K. Ólafsson voru því, eins og þegar
hefir verið gefið í skyn, frumbyggjar í tveim íslenzkum
nýlendum vestan hafs, og sjálfur Varð hann einnig á
æskuárum þátttakandi í baráttu frumbýlingslífsins og er
honum reynsla þeirra ára í harla fersku minni fram á
þennan dag.
Auk Jóns áttu þau Kristinn og Katrín heilan hóp
mannvænlegra bama. Kmmastur þeirra systkina er séra
Kristinn K. Ólafsson, um 20 ára skeið forseti Hins evang.-
lúterska Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi og núver-
andi heiðursforseti þess merka og víðtæka félagsskapar.
Jón hefh- stundað búskap allan aldur sinn, framan af
árum hjá foreldrum sínum, en á eigin spýtur síðan 1905,
eða full 40 ár. Hann er maður sjálfmenntaður, því að
hann naut mjög lítillar skólatilsagnar, en hefir drjúgum
bætt sér það upp með lestri góðra bóka, blaða og tíma-
rita, og með þeim hætti aflað sér þekkingar á mönnum
og málefnum, og þá eigi síður í ströngum reynsluskóla
lífsins sjálfs; en sú þekking er, eins og hann komst eitt
sinn að orði í bréfi til mín, bæði “dýrkeypt og seintekin”,
haldgóð er hún þó að sama skapi og hefir reynst honum
það í margháttaðri þátttöku hans í opinberum málum, í
ýmsum trúnaðarstöðum innan og utan sveitar sinnar.
Haustið 1914 kvæntist Jón Kirstínu Herman, dóttur
merkishjónanna Hermanns Hjálmarssonar Hermannsson-
ar frá Firði í Mjóafirði og Magneu Pétursdóttur Guð-
johnsen söngfrömuðarins alkunna. Er hún gáfuð og mik-
ilhæf kona eins og hún á ætt til, vel menntuð, prýðilega
vel máli farin og ritfær að sama skapi, eins og sjá má af
greinum hennar og ræðum í Lögbergi, Sameiningunni,
Árdísi og víðar. Hún hefir mjög látið sig skipta áhuga-
mál kvenna og velferðarmál byggðar sinnar, svo sem
skóla- og kirkjumál, og verið sunnudagsskólastjóri Garð-
ar-safnaðar um fjöldamörg ár.
Þau hjónin hafa eignast þrjá sonu, vel gefna myndar-