Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 47

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 47
ALMANAK 47 fjallaði um virðulegt boð Alþingis Islands til ríkisstjórans í Norður-Dakota þess efnis, að ríkið ætti fulltrúa á Al- þingishátíðinni 1930. Tillagan um það, að boðið yrði þegið, er samþykkt var af þinginu, og greinargerð hennar, bera þess vott, að þar hefir kunnugur maður sögu Islands átt hlut að máli, enda var Jón stuðningsmaður hennar, og hefir vafalaust átt sinn þátt í að semja hvorttveggja. Með afskiptum sínum af nefndum málum gafst honum tækifæri til að sýna í verki hinn ríka ræktarhug, sem hann ber í brjósti til ættlands síns, þó að hann hafi það aldrei augum litið. Það var þá eigi heldur að ástæðulausu, að Shafer rík- isstjóri útnefndi Jón ríkisþingmann til þess að vera full- trúi Norður,Dakota á Alþingishátíðinni, en þó honum hefði verið sú för hin hugþekkasta, leyfðu ástæður honum eigi að taka útnefningunni. Var Guðmundur Grímson dómari þá tilnefndur í hans stað og mætti á Alþingishá- tíðinni af hálfu Norður-Dakota eins og kunnugt er. (Sambr. formála G. F. Shafer ríkisstjóra að hinni prent- uðu, opinberu skvrslu Guðnmndar dómara um ferðina og þátttöku hans í hátíðahöldunum). Á seinni árum, eftir að landsstjóm Bandaríkjanna hóf hina víðtæku starfsemi sína til viðreisnar atvinnumálum þjóðarinnar, hefir Jón átt mikinn hlut í því starfi í ýms- um nefndum í Pembina-héraði. Á stríðsárunum síðari hefir hann einnig haft með höndum ýms störf í þágu stríðssóknar Bandaríkjanna, meðal annars átt sæti í fram- kvæmdanefndinni, sem annast hefir sölu stríðsverðbréfa i Pembina-héraði. Jón hefir jafnan látið sér umhugað um skóla og skóla- mál almennt. Þegar menntamál ríkisins, eigi síst að því er snerti æðri menntastofnanir þess, vom komin í hið mesta öngþveiti árið 1933, vegna ónógra opinberra fjár- framlaga, var hann einn af þeim, sem valinn var í sjálf- boðanefnd 63 manna og kvenna víðsvegar úr ríkinu, til

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.