Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 53
ALMANAK
53
stendur nú í skjóli barna sinna hress til sálar og líkama
og með ánægju horfir yfir farinn veg með þakklátum huga
til Guðs og manna. En framtíðarlandið er framundan þar
sem bjartara Ijós skín. Jónas mun hafa brugðið búi 1933,
en Kristján sonur hans tekið við.
Börn þeirra Sigríðar og Jónasar eru:
1. Helgi, stórbóndi nálægt Darcy, Sask. kvæntur konu
af skozkum ættum. Þeirra son er Dr. R. E. Helgason,
Glenboro, ungur og efnilegur læknir, kvæntur Margrétu
dóttir þeirra Mr. og Mrs. B. S. Johnson, Glenboro.
2. Erlendur, Wheat Pool Inspector, Winnipeg,
kvæntur Sigrúnu Benediktsdóttir Einarssonar frá Argyle.
3. Guðlaug, ekkjufrú, hún á heima í Winnipeg. Hún
giftist 2. júlí 1917 George Jóhannesson, var hann sonur
Jónasar byggingameistara Jóhannessonar og konu hans
Rósu. Hann dó 23. júní 1919. Guðlaug er sérstað ágætis
kona, og var um margra ára skeið með Guðbjörgu Good-
man driffjöður í félagsstarfsemi Vesturbyggðarinnar í
Argyle og áhrifa hennar gætti um alla byggðina. Sonur
hennar George er nafnkunnur flugmaður “Staff Pilot”
hjá “Canadian Pacific Airlines”, er kvæntur hérlendri
konu.
4. Ingólfur, á heima í Glenboro, kvæntur Indlaugu
Sigríði Pálsdóttir Sveinssonar frá Gimli.
5. Friðrik, í Edmonton hefur góða stöðu þar, kvænt-
ur konu af hérlendum ættum.
6. Kristján, bóndi í Argvle, á ættaróðalinu, kvæntur
Sigurveigu Hernitsdóttir Kristoferssonar.
Eina fósturdóttir ólu þau upp, Kristbjörgu Johnson,
er hún gift Helga Finnsson, Milton, N. Dak.
Þrjú böm mistu þau ung. 19 em barnabörnin og 2
bama-barna börn. Þeim Jónasi og Sigríði var haldið veg-
legt samsæti í Argyle sumarið 1935 í tilefni af gullbrúð-
kaupi þeirra.
Megi hamingjusólin skína á æfibraut Jónasar fram til
hinstu stundar.