Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 54
VIÐ LEGSTAÐ SKÁLDKONUNGSINS
Eftir Richard Beck
Meðal allra hugstæðustu minninga minna frá hinum
ógleymanlega sigurdegi 17. júní 1944, þá er lýðveldið var
endurreist að Lögbergi, er minningin um þá stund á Þing-
völlum, er eg stóð við legstað Einars Benediktssonar
skálds.
Formaður þjóðhátíðarnefndar, dr. Alexander Jóhan-
nesson prófessor, lagði í nafni hinnar íslenzku þjóðar
fagran blómsveig á leiði hins mikla skálds, sem þakkarvott
og virðingar fyrir hans víðfeðma vakningar- og menning-
ar-starf í þágu þjóðarinnar. Fannst mér alveg sjálfsagt,
að fulltrúi Vestur-lslendinga væri viðstaddur, er sú at-
höfn fór fram, því að eigi hafði hið víðförla skáld síður
verið íslenzkum Vestmönnum hugþekkur en heimaþjóð-
inni, enda hafði hann bæði gist byggðir þeirra og túlkað
hlutskipti þeirra og afstöðu til ættjarðarinnar of skilningi
og samúð í svipmiklum ljóðum. En áhrifum þeim, sem
skáldið varð fyrrr á ferðum sínum um Islendingabyggðir
vestan hafs, hefir kona hans, frú Valgerður Benediktsson,
lýst á þessa leið í hinum merkilegu frásögnum sínum um
hann:
“Einar var stórlega hrifinn af að ferðast um byggðir
Islendinga og talaði mikið um hina frábæru seiglu og
dugnað þeirra, er byggt hefðu þessar blómlegu sveitrr
svo að kalla með tvær hendur tómar. Eg held, að þetta
ferðalag hafi verið honum ný opinberum og ný staðfesting
á hinni sterku trú hans á íslenzkt þjóðareðli, er kemur