Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 55
ALMANAK
55
meðal annars fram í þessum orðum í “Vestmannavísum”,
er hann orti á ferðalagi okkar til Kanada:
“Lífseig ól oss ættarmörk
uppruni og land og saga;
þótt hér nemi nýja haga
norðurvanin, harðgerð björk,
langa stund mun kippa í kyn
kalda landsins hlyn.”
Á þeirri stund , er eg stóð við leiði skáldsins lýðveldis-
hátíðardaginn, minnist eg að vonum skihiingsríkrar
ræktarsemi hans í garð landa hans vestan hafs. En miklu
fleiri hugsanir þyrptust að mér stundina þá. Mér varð
svipað innan brjósts og mér hafði orðið, þegar eg allmörg-
um árum áður hafði staðið í hljóðri lotningu, eins og nú á
Þingvöllum, í skáldahorninu í Westminster kirkju í Lund-
únum, sagnhelgu minningamusteri brezku þjóðarinnar.
Nú gripu þó enn næmari tilfinningar hjartastrengi mína,
því að á Þingvöllum stóð eg eigi aðeins á mesta helgistað
þjóðar minnar, heldur jafnframt við leiði eigin ættbróður,
þess stórbrotna og gjöfula sonar þjóðar vorrar, að and-
legum verðmætum, sem hún hafði fyrstum, og að verð-
ugu, valið hinnsta hvílustað í þjóðargrafreit sínum. Eg
minntist orða skáldsins í einni hinna myndauðgu lýsinga
hans á dásemdum íslenzkrar náttúrufegurðar:
“Volduga fegurð, ó feðrajörð,
fölleit með smábam á armi,
elski þig sveinar hjá hverri hjörð,
helgist þér menn, við hvern einasta fjörð.
Frjáls skaltu vefja vor bein að barmi.
Brosa, með sól vfir hvanni.”
7 J