Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 56

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 56
56 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Nú var sá frelsisdraumur hans orðinn að veruleika, draumur, sem hann hafði á margan hátt átt sinn mikla þátt í að láta rætast. Nú vafði móðurjörðin fullfrjáls bein hans að barmi sínum. Hversu hjartanlega hefði hann eigi fagnað því, að mega lifa þann sigurríka dag! Og þrátt fyrir regnið, hefði ættjörðin vafalaust sveipast brosandi sigurljóma fyrir sjónum hans á lýðveldishátíðardaginn, því að þeim skrúða klædd hló hún í anda við fjölmörgum öðrum, sem stórum áttu óskyggnari augu, en hið djúp- skyggna skáld. Æfintýraríkur og litbrigðamikill æviferill skáldsins • rann mér fyrir sjónir. Eg sá hann, hinn víðförla víking andans, fara eldri fjarlæg lönd og hverfa heim aftur, fær- andi þjóð sinni fullt fang gersema, dýrkeypta lífsrevnslu og háfÍeygar sýnir mótaðar í gull mikilúðugs og spaklegs skáldskapar. Sjálfur var hann glæsilegasti fulltrúi þeirra Væringja íslenzkra, sem hann hefir lýst svo snilldarlega í einu hinna stórbrotnu kvæða sinna. Útþrá þeirra túíkar hann þar með djúpum skilningi þess manns, er var hún í blóð borin í ríkum mæli, ogþáeigisíðurjafnsterkaheim- þrá þeirra, seiðmagn hinnar íslenzku móðurmoldar yfir hugum þeirra barna hennar, sem út hafa leitað: “En dalinn þau muna með hamra og hlíð og hljómandi fossa og iimviðsins runna. Og handan þess alls skín svo fræg og svo fríð vor fortíð í sjónhring blóðleitra unna. Það sólarlag er þeirra árdegis ljós, þar á upptök vor framtíð við hnígandi ós, þar skal yngjast vor saga við eldfoma brunna.” Lítt var það þá að undra, þó að skáldinu yrði hugljúf- ust íslenzk yrkisefni, eigi síst landið sjálft, í margbreytttim svipbrigðum þess, allri sinni tign:

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.