Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 59

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 59
ALMANAK 59 “Hafknöriiin glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak.” Ómetanleg eru því þau andlegu verðmæti, sem Einar skáld Benediktsson hefir látið þjóð sinni í arf, og var vold- ug skáldharpa hans þó stórum strengjafleiri, en hér hefn verið gefið í skyn, megnug þess að túlka andardrátt lognsins og stormsins hrikasöng, og önnur tónsvið þar í milli. 1 hljóðri þökk hneigði eg höfði við legstað hans sigur- daginn regnþunga en vorfagra á Þingvöllum, óskandi þess, að íslenzka þjóðin megi sjá rætast djarfa framtíðar- drauma hans henni til handa og halda áfram að vera verð- ug sem flestra slíkra sona. Lokaorð hans í kvæði hans um Matthías Jochumsson má með fullurn sanni heimfæra upp á sjálfan hann: “Þú gafst oss allt þitt líf og voldug verk. —Guð vemdi list vors máls og íslands heiður.”

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.