Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 76
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
menni. Dr. Haraldur Sigmar setti son sinn inn í embættið
og prédikaði; einnig tóku þátt í athöfninni og fluttu ræð-
ur séra Egill H. Fafnis, forseti lúterska kirkjufélagsins,
og séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum.
27. júlí—Islendingadagur haldinn í Blaine, Wash., við
mikla aðsókn.
31. júlí—Blöð á Islandi flytja þá frétt, að J. Ragnar
Johnson lögfræðingur (sonur Finns fyrrv. ritstjóra og
Guðrúnar Johnson í Winnipeg) hafi verið skipaður ísl-
enzkur vara-ræðismaðm- í Toronto.
4. ágúst—Fjölmennur Islendingadagur haldinn að
Gimli en daginn áður höfðu Islendingar í Seattle, Wash.,
haldið fjölsótta þjóðminningarhátíð að Silver Lake.
Tveim dögum síðar (6. ágúst) héldu Islendingar í Vatna-
byggðum árlegan þjóðminningardag sinn. Meðal ræðu-
manna að Gimli og í Wynyard var séra Eiríkur Biynjólfs-
son.
7. ágúst—Blaðafrétt greinir frá því, að dr. Baldur H.
Olson í Winnipeg hafi verið skipaður heilbrigðismála-
stjóri (Medical Director) Great West lífsábyrgðarfélags-
ins, en hann hefir all-mörg undanfarin ár verið í þjónustu
þess félagsskapar.
Ágúst—Tilkynnt um þær mundir, að sambandsstjórain
hafi skipað Edward B. Olson, sonur B. B. Olson (nú lát-
inn) og konu hans að Gimli, Man., eftirlitsmann málefna
Indíána í Manitoba.
17. ágúst—Átti Gunnar B. Björnsson, fyrrv. ritstjóri og
skattamefndarmaður í Minneapolis, Minn., 75 ára afmæli.
Hefii' hann á margan hátt komið við sögu Islendinga
vestan hafs og látið sig skifta félagsmál þeirra, en er víð-
kunnastur fyrir langa ritstjórnarstarfsemi sína í Minne-
ota, Minn., og var einnig um skeið ríkisþingmaður í
Minnesota.
23. ágúst—Afhjúpuð við virðulega minningarathöfn
að elliheimilinu “Betel” á Gimli brjóstmynd úr eir af dr.