Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 80
80
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ánsson að Grund í Víðirbyggð, Man. Fæ'ddur 22. júní 1861 að
Borgarhöfn í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar: Kristján Guð-
mundsson og Ingunn Guðmundsdóttir. Um margra ára skeið
búsettur í Víðirbyggð.
JÚNl 1946
7. Kristín Pálsson, ekkja Jóns Pálsson, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg. Fædd 15. maí 1881 í Vatnsdal í Húnavatnssýslu.
Foreldrar: Björn Jónsson og Jóhanna Simonardóttir. Fluttist
með þeim af Islandi til Nýja-lslands 1883.
JÚLl 1946
31. Steinunn Gíslason, á Johnson Memorial sjúkrahúsinu að Gimli,
Man. Fædd að Hólakoti i Reynistaðasókn í Skagafirði 2. apríl
1882. Foreldrar: Gísli Árnason og Dýrunn Steinsdóttir. Full
þrjátiu síðastliðin ár verið búsett í Víðirbyggð iNýja-íslandi.
ÁGÚST 1946
10. Jón Valdimar Johnson, af slysförum í Wynyard, Sask. Fæddur
1. júní 1897 í Akrabyggð í N. Dakota. Foreldrar: Páll (Glímu-
Páll) Johnson frá Fornastöðum í Fnjóskadal og Ólína Hall-
grímsdóttir frá Fremstafelli í Kinn, er land námu 1907 í
grennd við Wynyard.
20. Vilborg Aronsdóttir Bjarnason, kona Jóhanns Bjarnason við
Markerville, á Holy Cross sjúkrahúsinu í Calgary, Alta. Fædd
2. júní 1874 að Krokkahjáleigu í Stokkseyrarhreppi í Árnes-
sýslu. Foreldrar: Aron Guðmundsson og Evelina Hannesdóttir.
Fluttist til Vesurheims 1901 og bjuggu þau hjón jafnan síðan
í Markerville-byggðinni.
OKTÓBER 1946
13. Landnámsmaðurinn Daníel Backman, að heimili sínu í grennd
við Clarkleigh, Man. Fæddur 31. okt. 1865 á Dunkurbakka í
Hörðudalshreppi i Dalasýslu. Foreldrar: Guðni hreppstjóri
Jónsson og Guðný Daníelsdóttir frá Hrafnabjörgum. Fluttist
vestur um haf til Winnipeg 1889, síðan út í Grunnavatns-
byggð um skeið, en nam land í Álptavatns-byggð aldamóta-
árið og átti þar heima siðan. Meðal barna þeirra hjóna er dr.
Kristján J. Backman í Winnipeg.
16. Björn Pálsson Isfeld, að heimili sínu í grennd \’ið Gimli, Man.
22. Þorbjörg Johnson, ekkja Jóns Johnson, að heimili sínu að
Garðar, N. Dak. Fædd að Torfastöðum i Miðfirði í Húnavatns-
sýslu 21. okt. 1878. Foreldrar: Lárus Gunnarsson og Anna
Helgadóttir. Fluttist ung að aldri til Vesturheims.
28. Jón Sigurðson landnámsmaður, að heimili sínu í Geysirbyggð
í Nýja-lslandi. Fæddur 28. maí 1862 að Gröf í Staðarsveit í
Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Sigurður Ólafsson og Vigdís Jóns-
dóttir. Hafa búið í Geysirbyggð í rúm fjörtíu ár.