Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
síðan 1921.
25. Walter (Þorvaldur) Walterson, Selkirk, Man., á sjúkrahúsi þar
í bæ. Hann var 70 ára að aldri, kom árs gamall til þessa lands
af Islandi, átti fyrst heima á Gimli, en síðar í Selkirk. Um
nærri 30 ára skið stjórnaði hann fyrir landsstjórnina bát á
Winnipeg-vatni, er vann að dýpkun siglingaleiða.
25. Guðfinna Rósa Gíslason, kona Sveins T. Gíslason smiðs, að
heimili sínu að Garðar, N. Dak. Fædd í Eyford-byggðinni i
N. Dak., 13. nóv. 1883. Foreldrar: Ásmundur Ásmundsson og
Ósk Teitsdóttir.
27. Ólöf Björnsson, ekkja Tómasar Björnsson, að heimili sínu í
Geysirbyggð. Fædd 5. maí 1864 á Steinsstöðum í Skagafjarð-
arsýslu. Foreldrar: Lárus Guðmundsson og Lilja Guðmunds-
dóttir.
FEBRÚAR 1947
1. Þórður Sólmundsson, Winnipeg, á Almenna sjúkrahúsinu þar
í borg. Hann var 78 ára að aldri, fæddur að Odda á Rangár-
völlum. Hafði um mörg ár starfað í þjónustu Winnipegborgar.
2. Jón Jóhannson, að heimili sínu í grennd við Wynyard, Sask.
Fæddur 25. júní 1882 að Hróaldsstöðum i Vopnafirði. For-
eldrar: Jóhann Thorsteinson frá Stokkahlöðum í Eyjafirði og
Þuríður Jónsdóttir Jónssonar prests í Reykjahlið. Fluttist til
N. Dak. aldamótaárið, en nam nokkrum árum síðar land í
Saskatchewan og hafði síðan 1912 verið búsettur í grennd við
Wynyard. Forystumaður í þjóðræknismálum og kunnur fyrir
málsnilld sína.
5. Ólafur Ólafsson, frá Selkirk, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg. Fæddur í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 25. marz 1875,
sonur Ólafs Jasonsonar og Helgu Jónsdóttur, en ólst upp á
Fljótsdal í Rangan’allasýslu. Fluttist til Canada 1905, nam
land í Piney, Man., og bjó þar til 1921, er hann fluttist til
Selkirk.
10. Marteinn Jóseph Johnson, á heimili dóttur sinnar, Mrs. H.
ísfeld, að Gimli, Man.
11. Kristján Skarphéðinsson Pálsson skáld, að heimili sínu í Sel-
kirk, Man. Fæddur á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgar-
fjarðarsýslu 5. sept. 1886. Foreldrar: Skarphéðinn Isleifsson
frá Signýjarstöðum og Sigurbjörg Helgadóttir frá Snóksdal.
Fluttist vestur um haf 1897 og hafði síðan 1908 verið búsettur
í Selkirk. Áhugamaður um félagsmál og stóð framarlega í
hópi vestur-íslenzkra skálda. Albróðir Jónasar Pálsson píanó-
kennara og tónskálds og Páls S. Pálsson skálds.
12. Kristján Jónsson (Chris Johnson) grafreitsvörður í Dulutli,
Minn., á sjúkrahúsi þar í borg. Fæddur 14. júlí 1858 í Sveina-
tungu í Norðurárdal í Mýrasýslu, sonur Jóns Jónssonar, er
lengi bjó í Sveinatungu og Bæ í Bæjarsveit, og konu hans