Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 85
ALMANAK
85
Kristínar Pétursdóttur frá Norðtungu. Fluttist vestur um haf
1886 til Winnipeg, en hafði verið búsettur í Duluth síðan
1888. Víðkunnur fyrir athafnasemi, kirkjugarðsvörzlu sína og
blómrækt. (Sjá grein um hann í Alm. Ó.S.Th. 1924).
14. Guðnv Jósefsson, ekkja Nýmundar Jósefsson, að heimili dóttur
sinnar í Kedleston, Sask., 76 ára að aldri. Þau hjón bjuggu
lengi í Wynyard-byggð og voru meðal fyrstu íslenzkra inn-
flytjenda, er þangað fluttu frá N. Dakota.
14. Stefán Björnsson, að heimili sínu í Selkirk, Man. Fæddur í
Steinárgerði í Svartárdal í Húnavatnssýslu 20. sept. 1860,
sonur Björns Guðmundssonar bónda þar. Fluttist til Canada
1886, dvaldi fyrstu árin í Árnesbyggð í Nýja-lslandi, en síðan
1890 í Selkirk.
15. John Emil Johnson, á Concordia sjúkrahúsinu í Winnipeg, 37
ára að aldri. Foreldrar: Guðjón og Salína Johnson, er fyrrum
bjuggu í Árborg, Man.
16. Guðný Thorvarðson, að heimili sínu í Winnipeg, 81 árs gömul.
Kom vestur um haf fyrir 50 árum síðan og hafði fram á síð-
ustu ár verið búsett í Silver Bay, Man.
16. Þorsteinn Jónasson, frá Otto, Man., af slysförum á Vancouver-
eyju. Foreldrar: Jón Jónasson og Guðrún Ágústa Jóhannes-
dóttir. Hafði dvalið um tíu ára skeið á Kyrrahafsströndinni.
20. Jónas Laxdal, að heimili sínu í Bellingham, Wash. Fæddur
23. apríl 1853, sonur Jóhanns Jónssonar og Ingibjargar Þork-
elsdóttur, er lengi bjuggu í Laxárdal á Skógarströnd í Snæ-
fellsnessýslu. Flutti til Vesturheims 1903 og hafði verið bú-
settur í Blaine, Wash., um langt skeið.
20. Jón Jónsson Collins, að heimili sínu í Winnipegosis, Man., 74
ára að aldri. Ættaður úr Grímsnesi í Árnessýslu og kom til
Canada aldamótaárið; hafði jafnan síðan átt heima i Winni-
pegosis og þar í grennd. (Urn þau hjón, sjá Almanak O.S.Th.
1930).
26. Þórunn Melsted, kona Sigurðar W. Melsted, fyrrum verzlun-
arstjóra, í Winnipeg, á Almenna sjúkrahúsinu þar í borg. Fædd
í Reykjavík 18. okt. 1872. Foreldrar: Ólafur söðlasmiður Ólafs-
son og Kristín María Jónína Jónsdóttir Kristjánssonar prests
á Breiðabólstað í Vesturhópi. Fluttist til Canada 1893 og var
búsett í Winnipeg næstum alltaf síðan.
MARZ 1947
1. Sigurrós Guðrún Sigursteinsson, ekkja Alberts Sigursteinsson,
fyrrum bónda í Geysirbyggð og síðar í grennd við Hnausa, á
heimili sínu að Hnausum, Man. Fædd 18. des. 1865 að Fossi
í Hrútafirði í Húnavatnssýslu.
5. Benedikt Halldórson frá Mikley, Man., á Almenna sjúkrahús-
inu í Winnipeg, hniginn að aldri. Hafði verið vitavörður í
Mikley í meir en 20 ár.