Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Qupperneq 86
86 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
11. Öldungurinn Ólafur G. Johnson (frá Arnarbæli), að heimili
sínu í Winnipeg, 97 ára að aldri.
12. Elizabet Gunnlaugsdóttir Jónasson, kona Einars Jónasson, á
sjúkrahúsi að Ginili, Man.
15. Stefan Th. Westdal, ritstjóri, að heimili sínu i Williston, N.
Dakota, 74 ára að aldri, ættaður frá Felli í Vopnafirði. Hafði
um langt skeið fengist við ritstjórn og blaðaútgáfu, fyrst í
Minneota, Minn., og síðan í N. Dak.
16. Baldur Ólafsson, frá Leslie, Sask., á sjúkrahúsi í Wadena þar
í fylkinu Foreldrar: Sveinn og Guðrún Ólafsson, búsett í Mild-
may Park pósthúshéraði í Saskatchewan.
19. Gróa Sæmundsson, kona séra Kolbeins Sæmundssonar, að
heimili sínu í Seattle, Wash. Fædd 4. ágúst 1890 í Victoria,
B.C. Foreldrar: Helgi Thorsteinsson og Dagbjört Dagbjarts-
dóttir, ættuð úr Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu, er vestur
um haf fluttust 1887 og settust fyrst að í Victoria, en námu
land að Point Roberts, Wash., 1894 og bjuggu þar síðan, nú
látin fyrir nokkrum árum.
22. Súsanna Oliver, ekkja Stefáns Oliver, á elliheimilinu “Betel”
að Gimli, Man. Ættuð frá Hólakoti í Skagafirði, 79 ára að
aldri.
22. Einar Alfred Brandson, í Seattle, Wash. Fæddur 2. febr. 1885
að Garðar, N. Dak. Foreldrar: Jón Brandson og Margrét Guð-
brandsdóttir. Hafði dvalið á Kyrrahafsströndinni, lengstum í
Portland og Seattle, um 20 ára skeið. Albróðir dr. B. J. Brand-
son, hins kunna skurðlæknis.
24. Frumherjinn og bændahöfðinginn Guðmundur (George) Free-
man, að heimili sínu í Bottineau, N. Dak. Fæddur 24. júlí
1865 að Köldukinn í Dalasýslu, en kom vestur um haf 1874.
(Um hann, sjá grein um þau hjón í Alm. Ó.S.Th. 1947.)
25. A. R. Johnson, á sjúkrahúsi í Minneapolis, Minn., 85 ára að
aldri. Ættaður af Austurlandi, albróðir Jóns Rúnólfssonar
skálds.
26. Stefán Johnson, að heimili sínu í Bellingham, Wash. Fæddur
4. júlí 1876 á Sauðarkróki í Skagafirði. Foreldrar: Jón Bjarna-
son og Helga Sölvadóttir. Kom til Vesturheims 1904 og nam
land og dvaldi framan af árum í Saskatchewan, en í Belling-
ham lengst af síðan 1923.
27. Signý Hannesson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd
á Hvítbjörgum í Jökulsártungu í Norður-Múlasýslu 3. febr.
1873. Foreldrar: Bjöm Hannesson og Steinunn Eiríksdóttir.
Kom vestur um haf 1903 og hafði löngurn átt heima í Wpg.
30. Friðrik Thorfinnson, að heimili sínu í Wynyard, Sask., 66 ára
að aldri. Einn af frumbyggjum vestmhluta Vatnabyggða.
31. Sigríður Skanderbeg, að heimili sínu í Grass River, Man., 88
ára að aldri. Fluttist frá Islandi til Canada fyrir nálega 50