Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 91
ALMANAK 91
Alberta og nam þar land 1889 og bjó þar, að nokkrum árum
undanteknum, til dauðadags.
3. Friðrik Ágúst Thomsen, frá Árborg en áður búsettur í Winni-
peg, á sjúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur að Skálanesi í
Seyðisfirði 6. okt. 1875. Hafði dvalið langvistum vestan hafs.
7. Marinó Elíasson, kennari frá Árborg, á Almenna sjúkrahúsinu
í Winnipeg, 33 ára að aldri, sonur Mr. og Mrs. Elías Elíasson,
er lengi voru búsett að Árborg. Meðal systkina hans er Gissur
Elíasson listamaður í Winnipeg.
7. Guðfinna Thorgeirsson, kona Halldórs J. Thorgeirsson, að
Weyburn, Sask., 81 árs að aldri, fædd á Litla-Vatnshorni í
Haukadal í Dalasýslu.
11. Hallfríður Stephenson, kona Guðlaugs L. Stephenson, að
heimili dóttur sinnar í Vancouver, B.C., 66 ára að aldri. For-
eldrar: Ólafur og Guðrún Freeman. Fluttist með þeim barn
að aldri vestur um haf til Winnipeg og dvaldi lengstum þar í
borg.
21 Elín Elizabeth Anderson, að heimili dóttur sinnar í Steveston,
B.C., nær 71 árs að aldri; var um hríð búsett í Mikley, Man.
23. Árni Bjarnason, fyrrum landnámsmaður í Árborg, á elliheim-
ilinu “Betel” að Gimli, Man., 78 ára gamall, þingeyskur að
ætt. Foreldrar: Björn Bjarnason á Hrauney við Mývatn og
Sigríður Jónsdóttir úr Reykjadal. Kom vestur um haf 1893 og
var fyrstu árin í Selkirk, en nam land í grennd við Árborg
1904 og bjó þar fram á síðustu ár.
27. Steinunn Þorkelsdóttir (Mrs. John Collins), í Winnipegosis,
Man., 76 ára að aldri, ættuð úr Grímsnesi í Árnessýslu.
27. Jóna Laxdal, kona Einars Laxdal, að heimili sínu í Winnipeg.
Fædd þar í borg 1. okt. 1891. Foreldrar: Markús Jónsson, ætt-
aður frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu, og Margrét
kona hans, ættuð frá Spágilsstöðum í sömu sýslu. Hafði
lengstum verið búsett í Baldur, Man.
31. Stefán P. Arngrímsson, af slysförum, í Vancouver, B.C., 27
ára gamall; fóstursonur Mr. og Mrs. Stefáns Arngrímssonar
þar í borg.
SEPTEMBER 1947
3. Sigurlaug Knudsen, ekkja Jens Friðrik Valdemars Knudsen,
á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd 23. des. 1862 í
Húsey í Hólmi í Sgafirði. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmunds-
son frá Vatnshlíð og Sigurbjörg Eyjólfsdóttir frá Gili í Svart-
árdal í Húnaþingi. Fluttist 1889 vestur um haf með manni
sínum og hafði lengstum verið búsett að Gimli.
4. Jónas Pálsson, píanókennari og tónskáld, að heimili sínu í
New Westminster, B.C. Fæddur á Norður-Reykjum í Hálsa-
sveit í Borgarfjarðarsýslu 29. ágúst 1875. Fluttist vestur um
haf til Winnipeg aldamótaárið; átti þar heima um langt skeið,