Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 11
Atliyglisvert jólakort Við vituni öll, hvað það er að fá jólakort. Jóla- kortin finnst mér vera eins og bjartir boðberar, sem bera vinarorð á tnilli tveggja eða fleiri aðila. En þau eru meira en það. Þau bera okkur orð um hinn mikla kærleika Guðs, sem gaf okkur sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft Iíf. Yfirleitt eru jólakortin boðberar manna á milli um þennan mikla boðskap. Við hjónin fáum alltaf mörg jólakort og svo var einnig um síðastliðin jól. Þau eru of mörg til þess að við getum lesið þau öll sama kvöldið. Við tökum vissan hluta af þeim þetta kvöldið, og svo álika stóran hluta næsta kvöld og svo koll af kolli þangað til við höfum lesið þau öll, án þess að hafa neitt flýtisverk á því. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru vinir okkar, sem eru að senda okkur kveðjur sín- ar með hlýjustu árnaðaróskum. Þess vegna lesum við kortin þannig, eins og við höfum þann, sem sendir þau hjá okkur, og það sé raunverulega hann eða hún, sem er að tala við okkur á máli bókstaf- anna og bréfsins á þessari stundu. Á þennan hált fær hver kveðja, hvert orð meira gildi fyrir okkur. Svo var það á öðru eða þriðja kvöldinu, sem við vorum að lesa jólakortin, á s.l. jólum, þá lás- um við þetta jólakort, sem myndin er af, er fylgir þessum orðum. Nú langar mig til þess að birta hér allt það sem skrifað var á kortið nema undir- skriftina. Ég vona að höfundur hryggist ekki af því. Það hljóðar svo: „Jól, ’66. Börnin á myndinni þekktu ekki Guð, og faðir þeirra gekk götur heimsins í löstum og bruna. Jesús Kristur hefur frelzað alla fjölskylduna og gefið henni sigurkraft, til þess að víkja af leið heimsins. Og börnin lyfta hendi sinni og hrópa: Hallelúja!" Við lásum ekki fleiri jólakort þetta kvöld. Við höfðum fengið svo mikið þakkarefni: Að Jesús skyldi vilja koma i þennan heim til þess að gera slík undur, eins og orðin og myndin á þessu korti vitnuðu um. Nú skein birta jólanna á þessi orð frelsarans, sem aldrei fyrr: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Við þig, sem lest þessar línur, leyfi ég mér að segja þetta. Nákvæmlega það sama og Jesús gerði fyrir þennan unga fjölskylduföður, vill hann gera fyrir þig. IJvers vegna ekki að taka sjálfa lífsr hamingjuna inn í fjölskyldu sína og heimili?: A. E. 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.