Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 22
Guð hefur fyrirbúið þér hjálpræði Eftir FRANK MANGS. Guð heiur fyrirbúið ölhim mönnum hjálpræði í sínum eingetna syni, Jesú Kristi. Og hann hefur gert það svo fullkomið, að engu þarf að bæta við það, aðeins að taka á móti. Afstaða þín gagnvart eilífðinni var svo vonlaus, að í allri tilverunni fannst ekki nema einn ein- asti, sem gæti lijálpað þér. Með þínum eigin mögu- leikum varst þú hjálparlaust — glataður. Mann- legur máttur eða ráðsnilli gat ekki hjálpað þér. Englar og serafar gátu ekki frelsað þína glötuðu sál. En Jesús gat það. Hann kom og tók að sér hið vonlatisa málefni þitt. Skaparinn sjálfur steig nið- ur af himninum og íklæddist mynd hins skapaða. Jesús, Guðs sonur, gerðist maður. Og hann kom ekki einungis til þess að lifa hreinna og heilagra lífi en allir aðrir, heldur kom hann lil þess að deyja fyrir þig. Hann sagði sjálfur: „Manns sonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga.“ Golgata var hans augnamið, þá strax er hann yfirgaf hásæti sitt á himnum. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Það var Guð, sem í elsku sinni hafði þannig fyrirhugað livað á ég að gjöra til þess að ég verði hólpinn?11 Svarið hljómaði skýrt og ákveðið til hans, og einnig til þín og mín: „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn.“ Ég hef náð og frelsi fundið fyrir blóðið lausnarans. Eilíflega önd mín lofar elskuverða nafnið hans. Endursagt. G. Loflsson. þessa dásamlegu tilhögun frelsisins. Og sú ráð- stöfun hans var fullgerð, áður en syndafall manns- ins átti sér stað. Mörgum öldum áður en Jesús fæddist fékk spámaðurinn Jcsaja, að sjá hann sem „harm- kvælamanninn", og hann lýsti því þannig: „Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgerða, hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, svo að vér fengjum frið, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgerð vor allra koma niður á honum“ (Jes. 53, 5—6). Það er sannleikur. Bæði þú og ég gengum á- fram villir vega. Syndin hafði blindað augu vor og umvafið þoku skilning vorn og dómgreind, svo að við í fávizku völdum okkar eigin götur í stað- inn fyrir Guðs veg. En það er einnig sannleikur, að „Kristur er dá- inn fyrir okkur meðan við enn vorum í syndum okkar“ (Róm. 5,8). Hann gerði það, sem enginn annar gat gert. Hann tók á sig syndir okkar með öllum þeim sársauka, kvöl og bölvun, sem syndinni er sam- fara. „Hann var gerður að synd vor vegna til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.“ Hann varð fulltrúi fyrir jiig og mig gagnvart Guði og einnig gagnvart djöflinum, og hann hefur gert sitt verk fullkomið. Hann sundurmolaði höfuð höggormsins og gaf líf sitt sem eilíflega gildandi friðþægingarfórn fyrir syndir okkar. Hann steig niður í gröfina og dauðraríkið til þess að geta hafið þig og mig upp í dýrðarinnar himnesku bú- staði. Fyrir frelsun þína greiddi hann hið dýrasta verð. Hann keypti þér lausn frá sekt syndarinn- ar, frá bölvun lögmálsins og frá eilífri útskúfun. Guði sé lof! Framhald á bls. 24. 22

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.