Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 26
HELGA PLANTARE: Engin skemmtun er fimrn aura virði Það var kvöld eitt fyrir löngu síðan, er ég var í borg einni, að ég settist inn á kaffistofu, á með- an ég beið eftir bíl. Nú var ég orðin leið á að bíða. Þar var lieldur ekkert sem ég gat fest hug- ann við. Ólirein blöð og tímarit, lágu dreifð yfir óhrein borðin, og allt sem þar var inni, virtist mér vera ósmekklegt. í stað þess að taka eitthvað til, stóð afgreiðslu- stúlkan kæruleysislega í einu liorni stofunnar og var að fága neglurnar á sér. Hún hafði þó auga á nokkrum unglingum, sem sátu við borð eitt, og töluðu hátt saman um eitthvað, sem þeir virtust ekki allir vera sammála um. Hingað til liafði ég ekki einu sinni haft áhuga á, að hlusta á samtal þeirra, en það var ein setn- ing, sem ein stúlknanna endurlók aftur og aftur, sem vakti athygli mína. Það væri ekki skemmtun fyrir fimm aura sagði hún. Ég hélt í fyrstu, að þau hefðu öll verið á sama balli, og að það væri þar, sem allt hefði verið svo leiðinlegt. En svo varð mér loks ljóst að sumir þeirra voru að lýsa tilveru lífsins. Nú fór ég að hlusta með meiri athygli. Líf mitt, var ekki heldur svo sérlega skemmtilegt í þá daga. En svo langt niðri hafði ég þó aldrei verið. Auðvitað töluðu þessir unglingar, á þann hátt, sem unglingar á þeirra aldri gera oft, og sem ekki er hægt að taka svo mikið mark á. En samt har samtal þeirra vott um svo mikinn lífsleiða, að ég varð alveg undrandi. Þessi stúlka, sem sérstaklega vakti atliygli mína, var ef til vill 16 eða 17 ára gömul. Ilún var mjög lagleg. Maður gæti hugsað, að líf hennar væri leikur og að lífsleiði væri henni algerlega fjar- lægur. Útlit hennar var mjög þreytulegt, þar sem hún lá yfir borðið, og reyndi með orðum og bend- inguni að lýsa því hvað lífið væri óbærilegt. Það var sama hvað hún var að tala um, livort það var dansleikur, sem hún hafði verið á, hoð eða ferðalög, það var alls staðar sami úrskurðurinn: „Engin skemmtun er fimm aura virði.“ Stundum kom fyrir að einhver af hinum ung- lingunum mótmælti henni. „Nei, nú skrökvar þú. í það skipti var það skemmtilegt, skal ég segja þér.“ En hún yppli aðeins öxlum. Það breytti ekki liennar skoðun hið minnsta. Fyrir hana var lífið alltaf leiðinlegt. Ég hélt fyrst í stað, að hún segði þetta, til þess að vckja athygli á sér. En ég komst brátt að raun um, að hún meinti hvert einasta orð, sem hún sagði. Það var engu líkara, en að hún hefði verið að ausa úr lind, með óhreinu vatni, og sem hún vissi fyrirfram, að mundi aldrei verða hrein. Þeg- ar hún einu sinni leit í áltina til mín, varð mér bylt við. Mér virlist örvæntingarfullt djúp í aug- um hennar. Þrátt fyrir fegurð sína, og aðra góða kosti, sem hún virtist bera með sér, hafði hún ekkert gaman af lífinu. Ég hugsaði með skelfingu um yfirlýsingu, sem ég var nýbúin að lesa, þar sem sagt var frá því, hvað álakanlega margt ungt fólk væri til, sem stytti sér aldur, vegna þess að lífið var því svo óbærilegt, að það hrysti kjark til þess að lifa lengur. Að lokum kom bíllinn, sem ég hafði verið að híða eftir, og varð ég að liverfa frá þessu unga fólki og erfiðleikum þess. Svo liðu mörg ór, og ég var nærri búin að gleyma þessu atviki. En stundum kom þó fyrir, að þcssi unga stúlka með sorgina í augum sínum, kom upp í huga mér. Og hvenær sem það var olli það mér sársauka. Hvernig skyldi hafa farið 26

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.