Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 47

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 47
Átakanleg innlifun ungs manns Framhald af bls. 25. sinni. En það vakti mér djúprar sorgar að sjá smiðinn treysta sér aldrei að hefja verkið án þess að minnast fyrst við þennan örlagavald, sem brennivínið var honum. Milli langra og djúpra þagna, sem þarna ríktu oft í smiðjunni, var liann þess fyrir utan skraf- hreyfinn. Hins vegar fór þögnin honum miklu bet- ur, því að þegar liann talaði rann tóbakslögurinn jafnan út úr tannlausum munninum. Oft var það, er hann var á valdi vínguðsins, að liann öskraði svo hástöfum, að ég sá ekkert annað ráð en að yfirgefa smiðjuna og ganga út á meðan hann var að róast. Ef hann var verulega undir áhrifum víns, þorði hann aldrei að fara heim til sinnar „reiðu kcrlingar". Þá hafði hann þann hátt á, að hann svaf í smiðjunni og það var nokkuð oft. Það var eina slíka nótt, sem hann endilega vildi fá að lýsa fyrsta heimilinu sínu fyrir mér. Hann sagði mér, að hann hefði átt konu og lítinn dreng tveggja ára gamlan. Nú vissi hann ekkert um hvorugt þeirra, og hefði svo lengi verið. Ég spurði hann hvað kona Iians og sonur hefðu heitið. Já, alveg rétt. Það var sem mig var farið að gruna. Nöfn þeirra voru nafn móður minnar og mitt eigið. Það var þá svona, eftir allt saman, að það var um móður mína og mig, sem hann hafði talað svo oft. Sérstaklega þó um mig. ölkæri smiðurinn svo gamall, sem hann var um aldur fram, var þá enginn annar en faðir minn! Ég fór að hágráta, fvrr en ég vissi af. En þegar hann spurði mig eftir því, hvers vegna ég gréti, var mér ómögulegt að segja honum sannleikann, svo auðmvkjandi fannst mér þetta allt saman og misknnnarlanst. I kvrrþei lmgsaði ég hins vegar mál mitt. Komst ég að þeirri niðurstöðu, að annað hvort yrði ég að seeja honum sannleikann eða hverfa þegar á braut. Ég valdi síðari kostinn. Næsta dae óskaði ég eftir því að fá kattp mitt. Hann greiddi mér það og meira en mér bar. Ég tók mér far með fyrstu járnbrautarlest til Kristjaníu, sem Osló hét þá. Þetta er saga mín. Oa nú er ég hér kominn til þess að spyrja yður ráða. Þar sem hann óskaði helzt eftir því að komast sem lengst í burtu, kom ég honum í skiprúm á 4 Hvað má höndin ein og ein Já, hvað má höndin ein og ein, nema allir vinni saman. Þessi orð eiga heima á flestuin sviðum mannlegs lífs. Orðin eiga einnig heima í sambandi við lítið blað, sem heitir Afturelding. Eins og les- endum er kunnugt, er nú að hefjast annar árgang- um blaðsins, eftir að það fékk það form, sem það nú hefur. Trúlega dettur engum lesanda það í hug, livað útgáfa þess hefnr orðið kostnðarmeiri með jiessari breytingu. Megum við biðja lesendur og vini Aftureldingar að taka saman höndum og vinna að því að útbreiða Afturelding, sem mest við getum, bæði með því að útvega fasta áskrifendur og með lausasölu? Þá mundu fastir áskrifendur gera blaðinu stóran greiða með því að greiða ársgjöld sín árlega. Ársgjaldið er kr. 55,00. — Þökkum fyrirfram. Ritstj. langferðaskip. En áður en hann lagði úr höfn, kom hann oft í heimili okkar og ég talaði við hann um Guð. Hjarta hans var opið fyrir náð Guðs og því auðvelt að vinna hann fyrir himin- inn. Hann átti því merkilea:a létt með að taka á móti því, sem heyrir til Guðs ríki. Hinn ungi nýfrelsaði vinur minn lagði af stað með hinn himneska leiðsögumann um borð í skip- ið sitt, og })á en ekki fyrr, getur maður verið ör- uggur. Seint mun ég geta gleymt siðasta kvöldinn, sem hann dvaldi í heimili okkar, jægar við hjónin kvöddum liann, og við sungum gamla þekkta sálm- inn: Ég er á langferð um lífsins haf ok löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ée glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. 0, hamingjusami dagur, er við munum mæta okkar himneska hafnsögutnanni. 47

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.