Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 36

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 36
HVÍTI FÍLLINN Það var glaumur og gleði á sléttunni miklu, þar sem margar pusundir indtána iiöiðu safnazt saman til aö vegsama hjáguði sína, á hátíðisdegi, er þeim var helgaður. Þao var tieitt og dimmt í lofti, og hávaðinn var ákailegur. En einn var sá, sem lét hávaöann ekki á sig rá. ÞaÖ var krismiboöi, sem þarna hafði hastaö sér völl og talaöi til folksins, sem safnazt haxöi kringum hann. Þaö' leyndi sér ekki, að hann brann ai þeirri prá, að mega segja þessum þús- undum heioingja frá kærleika Guös. Hann vildi segja þeim, ao Lruð óskaði ekki eftir gjöfum þeim, er peir fórnuöu hjáguðum sínum. Hann sagði þeirn, að af kærleika iieföi Guð sent kristinboðann bamúel Hebich alla þessa iöngu leið auslur til Indiands, til þess að segja þeim, að Guð elskaði þá. Mannfjöldinn hlusraöi hugxanginn á kristni- boöann. Því að þegar hann var að útmála kær- leika Guðs fyrir þeim, skildu þeir, að hér var eitthvað annað á ferð, en það sem þeir höfðu heyrt um hjáguðina. Þar voru kröfur á kröfur ofan, en hjáguðirnir gáfu aldrei neitt í staðinn. Fólkiö' var svo hugtangið við það að hlusta á kristniboðann, að það tók ekki eftir því, er hjá- guðapresturinn á sínum hvíta fíl fór rétt í þessu þar um. Presturinn stórmóðgaðist, að lionum var ekki heilsað með viðhöfn, eins og liann áleit að fólkinu bæri skylda til. Hvað gat valdið því, liugs- aði presturinn með sér, að þessi „vesalings hvíti krislniboði“ gæli náð áhuga fólksins svona til sín eins og raun bar vitni, að það sá ekki einu sinni preslinn sinn, er hann fór hér um? Þetta var meiri auðmýkt, en hann gæti þolað það bótalaust. Hann skyldi sannarlega hefna þess. Samstundis skipaði hann fílnum sínum að ráðast á kristniboðann. Fíllinn hlýddi herra sínum og gekk af stað og braut grein af tré nokkru er þar stóð. Síðan gekk fíllinn að kristniboðanum og ætlaði að ráðast á hann. Kristinn Indverji hljóp skelfdur til kristniboð- ans og reyndi að hjálpa honum undan árás fíls- ins: — Hann drepur þig óðara, hrópaði hann til kristniboðans. — Hugsaðu til Daníels í ljónagryfjunni, svaraði Hebich krisuiiboði til baka, og bætti við: Vertu livergi hræddur, því að Guð er með okkur! Sjálfur var liann alls óhræddur, því að hann vissi, að Iiann var í Guðs liendi. Hann hélt því áfram að tala til fólksins meðan ráðrúm var til þess. En áheyrendurnir biðu allir í ofvæni eftir því, hvað fíllinn mundi gera. Með þessa risagrein í ran- anum gekk hann beint til kristniboðans, en í slað- inn fyrir það, að ráðast á hann og deyða hann, Iagði hann greinina eins varlega og hann frekast gat niður fyrir framan fætur kristniboðans, og gekk svo til baka til herra síns. Undrunarbylgja gekk í gegnum raðir mann- fjöldans. Slíku höfðu þeir aldrei verið vitni að áður. Sté nú kristniboðinn upp á greinina og tal- aði af henni til fólksins. En við það varð undrun áheyrendanna enn meiri, og hlustuðu þeir nú hug- fagnari en nokkru sinni á það sem hann hafði að segja. Þetta óskiljanlcga vald, sem hafði hindrað fílinn frá því að framkvæma ódæðisverkið, mundi J)að ekki slanda að einhverju leyti í sambandi við þann Guð, sem kristniboðinn var að boða Jreim. Hjáguðapresturinn varð æfur af reiði og skip- aði fílnum að ráðast undir eins á kristniboðann. En fíllinn hafðist ekkert að, hvernig sem herra hans skammaði hann og eggjaði. Hebich, sem tekið hafði eftir ofsa reiði prests- ins, kallaði nú til hans: — Þú vildir fyrirfara mér, en nú skyldir þú gæta sjálfs J)ín, að Guð minn reisi sig ekki gegn Jxér. Það var engu líkara en hjáguðapresturinn ætl- aði að ráðast á Ilebich og drepa hann, því að slík óstjórnleg reiði greip liann, J)egar hann sá, 36

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.