Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 21
Hin mikilvæga spurning FrelsaSur eSa glataSur. Getur þú skrifað annað livort þessara orða? Fyrir nokkrum árum síðan var ungur maður spurður af vini sínum, livort hann vildi fylgjast með á útisamkomu í þorpi nokkru. Hann ákvað að fara, ekki vegna þess, að liann hefði áhuga fyrir því, heldur af nýjunga- girni. Svo var það líka afsökun fyrir því að fara ekki i kirkju það kvöldið. Næsta sunnudagskvöld mátti sjá, hvar hann stóð og hlustaði á einn á fætur öðrum vitna og segja gömlu söguna um Jesúm og kærleika lians. Það, er sagt var liafði ekki nein sérstök áhrif á hann fyrr en í lok samkomunnar. Vinur hans næstum því grát- ba;ndi alla þá, er hlustuðu, að gera eitt áður en þeir gengju til hvílu þetta kvöld. Prédikarinn sagði, að aðeins eitt orð lýsti ástandi hvers og eins í þorpinu og reyndar í öllum heiminum. Það sem hann vildi að allir gerðu, var að taka pappírsörk og því næst, frammi fyrir Guði, skrifa eitt orð á hana, annað hvort frelsaSur cSa glataSur. Samkomunni lauk og liinn ungi vinur okkar fór heim til sín, en ekki til að hvílast. Honum var ekki rótt í skapi og margvíslegar tilfinningar hrærðust í brjósti hans. Hann gat ekki skrifað frelsaSur, og hann vildi ekki skrifa glataSur. 1 þrjá mánuði átti hann í baráttu hið innra með sér. Orðin frelsaSur eða glataSur fylgdu honum eftir og stóðu sí og æ fyrir hugskolssjónum lians. Hann bað til Guðs og las Biblíuna en jafnvel það virtist engin lausn. Allan tímann var hann fastákveðinn, hann gat ekki í sannleika skrifað frelsaSur og vildi ekki skrifa glalaSur. Svo var það loksins einn morgun, að augu lians stöðvuðust við 23. sálm Davíðs í Biblíunni og þegar hann las fyrsta versið „Drott- inn er minn hirðir“, staðnæmdist hann, og í ró- legri íhygli blasti við lionum sú staðreynd, og hann sagði við sjálfan sig: „Ég get ekki heimfært þessi orð upp á inig, að Drottinn sé minn hirðir.“ Og hami las orðin aftur og aftur, þar til liann féll að lokum á kné og reis ekki upp aftur fyrr en hann liafði dýrlegan fögnuð' í hjarta og fullvissu um það, að Drottinn var lians hirðir. Þar sem Góði hirðir- inn, Drottinn Jesús hafði lagt líf sitt í sölurnar fyrir sauðina og sömuleiðis hafði hann komið til að leita að hinu týnda til að frelsa það. Nú er pappírshlaðið hins unga vinar okkar dýr- mæt eign hans, og þar stendur skrifað: — „FrelsaSur fyrir trúna á Drottin okkar og frelsara, Jesúm Krist.“ Undirritað með nafni lians og dag- setningu, þegar liann í fyrsta skiptið gat sagt: „Þetta dásamlega frelsisverk er gjört. Ég er Drott- ins og hann er minn. Kærleikur hans dró mig til sín, og ég kom. Fúslega játa ég hans guðdómlega nafn.“ Kæri lesandi! Ef þú tækir þér penna í hönd og blað, livað mundir þú skrifa? Hefur þú horfzt í augu við ])á spurningu og staðreynd, hvort þú ert jrelsaSur eða glalaSur? Heyrðu hvað Ritningin segir. í 1. Tímóteusarhréfi 1. kapítula 15. versi les- um við: „Það orð er satt og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heim- inn til að frelsa synduga menn,“ og aftur í Lúkasar guðspjalli 19. kafla og 10. versi, þar sem Jesús sagði, að hann væri kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Þá er það hinn dásamlegi kafli í Lúk. 15., sem greinir frá týndum sauð, töpuð- um pening og glötuðum syni. Það segir einnig frá því, hvernig hirðirinn fann sauðinn og konan pen- inginn og afturhvarf sonarins til föðurins, sem sagði: „Þessi sonur minn var týndur og er fund- inn.“ Með öðrum orðum frelsaður. Fangavörðurinn í Fillippíborg í Postulasögunni 16. kafla, gerði sér grein fyrir, að hann var glatað- ur og hann hrópaði til Páls og Sílasar: „Herrar, 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.