Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 43

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 43
„En þér rnunuS ö'Slast kraft, er Heilag- ur Andi kemur yfir ySur, og þér rnunuS verSa vottar rnínir. . . .“ Post. 1,8. í mörg ár hefur þessi ritningargrein talað sterkt til mín þrungin heilögum sannfæringarkrafti! í æsku var ég svo lánsamur að komast snemma í kynni við hreina kristna trú vegna starfs K.F.U.M. í Reykjavík. Og eftir baráttu unglingsáranna fann ég Krist sem persónulegan frelsara minn, 17 ára gamall. Það skeði á unglingamóti í Vatnaskógi, sem Kristileg skólasamtök efna til hvert ár um bæna- dagana. Ég mun aldrei gleyma kvöldi föstudags- ins langa. Allan daginn hafði baráttan geysað í sál minni. Prédikarinn var að lýsa ævi ungs manns og hvert orð, sem hann sagði, nísti hjarta mitt. Mér fannst liann vera að draga upp mynd af mínu eigin lífi. Eftir stundina, hljóp ég út í lítið bæna- hús þarna á staðnum. Alveg yfirbugaður féll ég á kné. Ég var kominn að mestu úrslitastundu lífs míns. Fyrir augum mér svifu atburðir og atvik liðins líma, eins og myndræmu væri rennt fram- hjá. Myrkur og angist syndarinnar skullu á mér með ægivaldi. Ég hrópaði niðurbrotinn: „Herra bjarga þú mér!“ Það var þá, sem hin fyrirgefandi náð Guðs streymdi inn í alla veru mína. Ég fann, hvernig byrði syndarinnar og allt hið liðna féll af mér. Undursamlegur friður og fullvissa gagntóku mig. Þegar ég reis á fætur og gekk út í dimma vetrar- nóttina, fannst mér raunverulega, eins og veröldin hefði breytt um svip. Allt var bjartara en áður. — Ég var nú frelsað Guðs barn! Árin liðu. Ég starfaði í frístundum mínum, sem liðsmaður Krists meðal drengja og unglinga í K.F.U.M. Þar kynntist ég einnig konu minni, Gunný, og skömrnu eftir giftingu okkar tókum við þátt í Biblíunámskeiði í Osló haustið 1955. Á Biblíuskólanum á Fjellhaug fengum við staðfest- ingu á skýru kalli til brúboðsstarfs, sem við hvort í sínu lagi höfðum fengið, skömmu eftir að við gengum Kristi á hönd. Þó liðu enn nokkur ár, þar til sú köllun yrði að raunveruleika. Ég hélt áfram vinnu minni sem húsasmiður, en hafði þó í hyggju að taka þátt í eins árs Biblíuskóla fyrir starfsmenn í Noregi, sem skyldi hefjast haustið 1959. En Guðs vegir eru órannsakanlegir. I júní 1959 veiktist ég skyndilega hættulega af berklum í hægra lunga og brjósthimnu. Lungað lamaðist, og líf mitt hékk á bláþræði. Á þessuin örlagaríku augnablikum mætti ég Guði á annan og dýpri hátt en fyrr. Ég bað: „Guð ef þú bjarg- ar lífi mínu nú, þá vil ég nota það til að útbreiða fagnaðarerindið á þessu landi, eða hvar sem þú villt.“ Guð bænheyrði! Á tímabilinu sem fór í hönd, þegar ég lá oft rúmfastur, las ég mikið í Ritningunni og Guð leiddi mig dýpra inn í Orð sitt. Það var þá, sem ég öðlaðist nýjan skilning á þessari ritningargrein: „En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir yður. .. .“ Mér var það ljóst, að ef ég fengi ckki þennan kraft hinna fyrstu lærisveina, yrði þjónusta mín fyrir Guð gagnlaus. Stundum, þegar ég var einn með Drottni og ræddi við Hann um þetta, fylltist herbergi mitt af slíkri dýrðar- 43

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.