Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 45

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 45
Þeir spurðu fólkið á götunni Fréttamenn frá danska sjónvarpinu fengu snjalla luigdettu til þess að kanna á einfaldan hátt, hvað sú kynslóð sé vel kristin, sem nú er að taka þá ábyrgð sér á herðar, að vera „danska þjóðin“. Fréttamennirnir gerðu sér létt fyrir og gengu beint út á götuna í Kaupmannahöfn og spurðu marga af ungu kynslóðinni, hvers vegna Danir héldu páska og hvítasunnu. Enginn af þeim sem spurðir voru, gat sagt það. Þetta er „borgin við sundin“, og um leið sú höfuðborg veraldar, sem er hæst á lista, þegar um sjálfsmorð er að ræða. Er eitthvert samband milli þessara tveggja stað- reynda? Þegar sjónvarpið í Osló heyrði um þessa aum- legu uppskeru danska sjónvarpsins, sendi það fréttamenn sína út á götur Oslóborgar. Þeir áttu að spyrja fólkið á götunni sömu spurninga. Að- eins einn af öllum hópnum, gat gefið rétt svar. Samt liéldu sumir, er spurðir voru, að páskar og 'hvítasunna stæði eitthvað í sambandi við kristin- dóm, en gátu ekki sagt hvernig. Þegar Jesús var spurður um kenning hans, svaraði hann: Spyrjið þá sem heyrt hafa. Jóh. 18,21. Ilann vísaði með öðrum orðum þeim er spurðu, til fólksins sem þeir gátu hitt á götunni. Hjörtu þessa fólks geymdu bergmálið af kenningu Krists. Fólkið á götum Kaupmannahafnar og Oslóar geymir líka bergmálið af því, sem það fékk að heyra og læra í föðurhúsum, hjá pabba og mömmu. Ó, hve það bergmál er hljómlaust og snautt, að vita ekki einu sinni, hvað páskar og hvítasunna þýðir. En það var fjarri því, að þetta sama fólk, sem spurt var í Danmörku og Noregi, ætti ekki svör, er það var spurt um ýmislegt, er laut að syndinni. Þá voru svörin á hraðbergi og svo geigvænleg, að ekki er hafamli eftir. Þá var sem maður heyrði aftur hin hrollvekjandi ásökunarorð sænsku mennta- skólastúlkunnar, er skrifaði í víðlesið blað, undir fyrirsögninni: „Hvers vegna hafið þið tekið Guð frá okkur?“ og bætir við „og gefið okkur ekkert í stað- inn nema spillingu og synd?“ Hún kvaðst tala fyrir munn mikils fjölda æskufólks. Og hún kvaðst tala til heimila og skóla. Þetta er dæmi um það, hvað þessum aðilum hcfur mistekizt herfilega í því að ala upp kristna kynslóð. Það er líka komið svo, að með sárfáum undantekningum má segja, að á öll- um Norðurlöndum séu þeir menn að ganga inn á sviðið til þess að taka örlög þjóðanna í sínar hendur, með núlifandi kynslóð, sem vita svo lítið um Guð, að það jaðrar við að þeir séu hreinir guðleysingjar. Ógnvekjandi framtíð, sem þjóðirn- ar ganga á móti. Eitt sinn, er Farisearnir kröfðust tákns af Jesú, segir í guðspjallinu, að hann liafi „stunið þungan hið innra með sér.“ Þessi andlega þjáning Krists afhjúpar fyrir okkur, hve skelfilegt það er í aug- um Guðs, er maðurinn hafnar vegi trúarinnar til hjálpræðis, er frelsarinn opnar öllum gegnum dauða sinn. I annað sinn sagði frelsarinn, er menn kröfðust tákns af honum: „Vond og hórsöm kynslóð heimt- ar tákn, cn henni skal ekki verða gefið annað tákn, en tákn Jónasar spámanns.“ Með þessu svari sínu beinir Kristur athygli allra að kjarna endurlausnarinnar. Jónas spámaður var tákn upp á dauða frelsarans og upprisu. Ekk- ert annað tákn mun gefið verða. Það þýðir: Eng- inn annar vegur verður gefinn mönnum til hjálp- ræðis en Kristur krossfestur. Það er kjarni málsins. Um þetta segir Biblían: „Hann — Kristur — sem vegna misgerða vorra var framseldur og vegna rétt- lætingar vorrar uppvakinn. Róm. 4,25. Ef við trúum þessu og breylum samkvæmt því, er allur vandi leystur um leið. Sálin fær livíld og hjartað frið. Og „sjálfur Andinn — Guðs andi — vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs bÖrn“ Rórn. 8,16. Framli. á nœstu síðu. 45 L

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.