Afturelding - 01.08.1979, Síða 12
Ágrip af sögu
Hvítasunnumanna
á íslandi
2. grein
eftir Einar J. Gíslason
Þegar samnefndri grein lauk í síðasta tölubl.
Aftureldingar, var þess getið að stiklað hefði verið á
stóru og mörgu sleppt. Til sannrar og fyllri myndar
skal eftirfarandi bætt við:
Liðstyrkur trúboða í hvítasunnustarfinu kom nær
eingöngu erlendis frá, árin eftir 1934—1940 og svo
við styrjaldarlok 1946—1950. Sæmundur Sigfússon
úr Skagafirði, var drjúgur og mjög virkur trúboði
allt frá því að hann gekk í raðir Hvítasunnumanna
og þar til yfir lauk æfi hans. Hann var í Danmörku,
Hólasveinn, til að nema frekar búvísindi. Hann sat í
kirkju á Hvítasunnudag 1906. Þar féll Heilagur
Andi yfir Sæmund og varð líf hans gjörbreytt upp
frá því. Sæmundur heitinn var skírður í Betel í Eyj-
um 30. maí 1926, eða á fyrsta ári safnaðarins. Hann
var fæddur 27/6 1879 og dó 15. júlí 1960.
1934 kom Milda Spánberg frá Noregi og lagði sig
fram í starfi Drottins hér um mörg ár, brennandi og
lifandi í Andanum. Starfaði hún mest á Akureyri,
Vestmannaeyjum, Norðfirði og víðar. Þegar þetta
er ritað lifir Milda ennþá í Noregi og eitt barna
hennar, Ester, er búsett á Akureyri. Nokkru eftir að
Milda kom til landsins, bættist Sigmund Jacobsson
við starfsliðið. Sigmund var mjög virkur og lagði sig
alls staðar vel fram. Hann nam íslenska tungu mjög
vel og talaði hana rétt og skírt. Hann handlék gít-
arinn sinn mjög vel og söng fallega og af list. Þau
urðu örlög hans hérlendis að giftast Mildu og stóðu
þau saman í starfinu hér, á miklum erfiðleikatím-
um. Það var þegar Hitler náði tökum á Noregi og
þrúgaði Norðmenn og kvaldi. Sigmund og Milda
misstu allt samband við heimaland sitt og fólk.
Jafnhliða trúboðsstörfum, þá unnu þau með hönd-
um sínum fyrir daglegu brauði. Sigmund starfaði
lengi á Akureyri, forstöðumaður var hann í Betel,
Vestmannaeyjum árin 1940—42, að Ásmundur
Eiríksson leysti þau hjón af hólmi. í stríðslok fóru
þau hjón heim og andaðist Sigmund í Noregi á
besta aldri og starfsorku.
Barbro Jutterström kom frá Svíþjóð árið 1938 og
var hér innilokuð allt stríðið. Starfsvið hennar var
einkum norðanlands. Barbro átti ljúfan vitnisburð
um frelsara sinn Jesúm Krist. Eftir að hún fór heim
í stríðslok þá hefur hún haldið lifandi sambandi við
vini sína og trúarsystkini á Fróni.
Eins og áður er getið þá kom Erik Martinsson til
landsins 1946 og notuðust hæfileikar hans á hljóm-
listarsviði einkar vel. Hann raddsetti lög og bjargaði
12