Afturelding - 01.08.1979, Side 13
lögum frá gleymsku, sem áður voru sungin af
nunni fram. Samhliða honum kom Rune Ásblom,
Sem helgaði sig blaða og bóksölu, duglegur maður
°g kröftugur. Það urðu hlutskipti beggja þessara
Svía að fara héðan og til Grænlands og byrja þar
Hvítasunnustarf. Eftir stríðslok kom Ellen Edlund
frá Svíþjóð. Ellen var prédikari af Guðs náð.
Starfsakur hennar var vítt um landið, í Stykkishólmi
°g víðar. Þegar þetta er ritað liggur Ellen helsjúk á
sjúkrahúsi í Svíþjóð og sendir kveðjur þaðan til vina
sinna og trúarsystkina á íslandi.
Þegar Ericson byggði Fíladelfíu-húsið í Keflavík,
þá lögðust honum til margir góðir liðsmenn. Á
engan er hallað þó sérlega sé getið Garðars Ragn-
arssonar, núverandi forstöðumanns Hvítasunnu-
safnaðarins í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku.
Garðar frelsaðist árið 1951 og af listrænum smekk
°g elsku til Guðs orðs, lagði hann sig fram í starfi
Drottins.
Garðar giftist vel, Önnu Guðjónsdóttur frá
Skaftafelli í Eyjum, þáverandi yfirhjúkrunarkonu.
öarðar ferðaðist mikið um landið og fékk góða
úheyrn. Þau settust síðar að í Stykkishólmi og sýna
skýrslur blómlegt starf þar og naumast í annan tíma
^etra, heldur en hjá þeim hjónum.
Snögglega léttir Garðar heimdraganum og tekur
v>ð forstöðu Hvítasunnusafnaðar í Þórshöfn, Fær-
eyjum. Var nú siglt öllu órifuðu og komu margir
IT>eð í söfnuðinn þar fyrstu árin. Síðar var svo fært
um set í Danaveldi og farið til Fjóns eins og áður
getur. Garðar hefir ferðast um Norðurlöndin og
t>oðað fagnaðarerindið og jafnframt aukið hróður
Frá vinstrí: Daníel Glad, Þorsteinn
Einarsson, Sigurmundur Einarsson,
Dagbjartur Guðjónsson.
lands síns. Þegar Garðar hefir heimsótt heimaland
sitt, þá er honum fagnað sem bróður og íslendingi.
Engum hreim af erlendum málum blandar hann við
móðurmál sitt.
Það er mál, sem enginn skilur, nema sá er vill vera
í vilja Guðs, hvernig góðir starfskraftar frá íslandi
gefast út og eru ytra. Nægir þar að benda á fyrr-
greind hjón og svo Ólaf Jóhannsson, sem staðið
hefir fyrir bókabúð Elímsafnaðarins í Kaup-
mannahöfn. Ólafur er sérstæður maður, listrænan í
blóð borin. Sigríður móðir hans er systir Sigurjóns
myndhöggvara og listamanns. Ólafur hefir lagt
starfi okkar heima lið, vegna aðstöðu sinnar í borg-
inni við sundið. Á hann skýran vitnisburð um
Jesúm Krist og Heilagan Anda. Vitnisburði Ólafs er
vel tekið hér heima, hvar og hvenær sem hann
kemur.
Árið 1961 hóf störf hérlendis Glenn B. Hunt, kom
hann frá Bandaríkjunum. Starfaði hann í Keflavík
og á Vellinum, síðar í Reykjavík, Stykkishólmi og
Vestmannaeyjum. Um tíma var hann í Knarrarnesi
og lagði þar vísi að starfi meðal drykkjumanna.
Hann fór heim til U.S.A. 1967.
Eftir að Sæmundur heitinn Sigfússon hafði
markað sporin og heimsótt allar sýslur landsins,
með kristilegt ritmál, þá tóku upp þráðinn Þor-
steinn heitinn Einarsson, sem um árabil, helgaði sig
blaða- og bókadreifingu og samkomuhöldum um
byggðir landsins. Var Þorsteinn duglegur og starf
hans árangursríkt. Með honum voru oft á tíðum
Dagbjartur Guðjónsson, Páll Axelsson og svo síðar
gekk inn í þetta starf Hallgrímur Guðmannsson
13