Afturelding - 01.08.1979, Page 21
1000 sálir! Ef allir eru trúir í starfinu og vinna jafn
ötullega þá fjölgar ævintýralega hratt í hópnum.
Árið 1989 verða þannig 2048 og 1990 eru komnir
4096. Hvort sem þú trúir því eða ekki þá telur hóp-
urinn yfir eina milljón eftir tuttugu ára starf, það er
tæplega raunhæft að tala um þann fjölda á Islandi
strax!
En nú fara tölurnar að stækka svo um munar og
eftir 32 ára starf, eða árið 2010, höfum við meira en
4000 milljónir manna og það er nánast fjöldi
jarðarbúa í dag.
Ef við lítum okkur nær og athugum hvað gerist ef
50 — fimmtíu — lesendur þessarar greinar taka þá
ákvörðun hver um sig að leiða eina sál til Krists
árelga og kenna henni að bera ávöxt.
Eftir 1 ár telur hópurinn 100 manns,
eftir 5 ár telur hópurinn 1600 manns,
eftir 10 ár telur hópurinn 51 200 manns og
eftir 12 ár telur hópurinn 204 800 manns.
Hvernig gerist þetta? Með því að allir trúaðir
verði sér meðvitaðir um ábyrgð sína og þeir öðlist
trú á að þeir eigi fagnaðarerindið. Við verðum að
eiga þannig trúarlíf að það laði aðra að frelsaran-
um, en fæli ekki frá honum.
Sumir eru kallaðir til kristniboðs í Indlandi eða á
Grænlandi, en allir kristnir eru kallaðir til að vera
ljós og salt. Trúboðsakur þinn er á vinnustað, í
skóla, heima hjá þér, í garðinum, bílnum þínum, í
strætisvagninum, já hvar sem þú hittir fólk.
Ræðustóllinn getur verið eldhúsborðið, hefil-
bekkurinn, garðhliðið og söfnuðurinn er fólkið sem
þú umgengst.
Sá sem er án Krists er án vonar. Minnstu þess
þegar þú biður fyrir kristniboðinu í öðrum löndum,
að sumir nágranna þinna eru jafn Kristsvana og
bver annar heiðingi.
Þegar Jesús læknaði óða manninn í Gerasena
(Markús 5), og maðurinn óskaði eftir að mega fylgja
•lesú eftir, þá sagði Jesús:
„Far þú heim til þín og þinna og seg þeim, hve
uhkla hluti Guð hefir gjört fyrir þig og hversu hann
hefir miskunnað þér.“
Og Jesús segir við þig:
>,Farðu út um allan heiminn og predikaðu gleði-
boðskapinn.“
Heimurinn byrjar við dyraþröskuldinn heima hjá
Þér. Hlutverk þitt er að segja frá því hversu mikið
■lesús hefur gjört fyrir þig. Þú átt að leiða þurfandi
ntenn og konur til Frelsarans, sem bæði vill og getur
bjálpað.
Flame-gé.
1. Taktu þér tíma daglega. Segðu ekki neitt.
Hugsaðu bara um Guð. Þetta hjálpar þér síðar í
bæninni.
2. Biddu svo með einföldum orðum. Segðu Guði
frá öllu sem í huga þínum býr. Þú þarft ekki að
nota ákveðið „bænamál“. Talaðu við Guð frá
hjarta þínu. Hann skilur íslensku!
3. Biddu þegar þú byrjar að vinna á morgnana, á
leiðinni í vinnu eða skóla. í bílnum eða við
borðið þitt. Biddu stuttar bænir þegar þú lokar
augunum smá stund, til að útiloka umhverfið,
sem getur haft truflandi áhrif. Því oftar sem þú
getur gert þetta, því betur færð þú að reyna
nærveru Guðs.
4. Þegar þú biður, þá skalt þú ekki fyrst og fremst
biðja um að fá eitthvað. Þakkaðu Guði fyrir
þær blessanir, sem hann hefur þegar gefið þér
og þú skalt gefa þér mikinn tíma til að þakka.
5. Biddu í þeirri trú að hreinskilnar bænir þínar
geta umvafið þína nánustu með vernd og kær-
leika Guðs.
6. Láttu ekki neikvæðar hugsanir komast að þeg-
ar þú biður. Aðeins jákvæð hugsun skilar ár-
angri.
7. Tjáðu ætíð vilja þinn til að samþykkja vilja
Guðs. Biddu um það, sem þig langar að fá, en
verið reiðubúin að'taka við því sem Guð gefur.
Það gæti orðið betra en það sem þú biður um.
8. Leggðu allt í hendur Guðs. Biddu um getu til
að gera þitt bezta og treystu svo Guði fyrir
árangrinum.
9. Biddu fyrir fólki sem þér líkar ekki og þeim
sem hafa komið illa fram við þig. Ósætti er
fyrsta hindrunin fyrir andlegum krafti.
10. Gerðu lista yfir þá, sem þú biður fyrir. Því
meira sem þú biður fyrir öðrum, sérstaklega
þeim sem þú umgengst, og fyrir þeim sem þér
þykir ekki vænt um því meiri árangur bera
bænir þínar.
21