Afturelding - 01.08.1979, Side 28

Afturelding - 01.08.1979, Side 28
AFTURELDING 66 bandarískir þingmenn hafa undirritað áskorun til ráðamanna Sovétríkjanna, um að hvítasunnumennirnir sem leituðu hælis í bandaríska sendiráðinu í Moskvu, fái að fara frjálsir ferða sinna. Fjölskyldurnar tvær hafa búið í kjallara sendiráðsins frá því í júní 1978, að þær leituðu þar hælis vegna trúarofsókna. — SR 3379 Nýjustu niðurstöður rannsókna okkar sýna fráfall frá kristinni trú á Vesturlöndum, sérstaklega í Evrópu, segir Dr. David Barret, en hann er leiðtogi rannsóknastofnunar um evangeliska trú. Stofnunin er staðsett i Nairobi. Meðan 1.8 milljónir Evrópubúa sneru baki við kristinni trú sl. ár, gerðust 5.8 milljónir Afríkubúa kristnir, eða 16000 á dag að meðallali. 34. milljónir manna í Suðaustur-Asíu heyrðu fagnaðarerindið í fyrsta skipti. í Suður— Ameríku eru miklir uppskerutímar. Þessar niðurstöður sýna Ijóslega að Vesturlönd þurfa á kristniboði að halda, segir Dr. Barret. Þessi rannsókn náði til 223 landa, 6000 þjóðarbrota og meira en 9000 mismunandi kristinna hópa. — KS 7579 Árið 1977 voru 1667 sænskir kristniboðar að starfi utan heima- lands síns, þar af voru 1096 konur og 571 karl. Kristniboðarnir störfuðu í 64 löndum. Flestir kristniboðanna voru hvítasunnu- menn 838, næstir voru Örebro-trúboðið með 165, sænska kristniboðssambandið með 116 og kristniboð sænsku kirkjunnar með 116. — KS 7579 Alheimsráð kirknanna hefur ákveðið að halda ráðstefnu um þýðingu náðargjafavakningarinnar fyrir kirkjurnar. Ráðstefnan fer fram i Trinidad 5.-10. mars næsta ár. Tilgangurinn er að kynnast náðargjafavakningunni og skoða viðbrögð við henni. — KS 7679 Biblíur hafa selst vel í Póllandi eftir að páfi heimsótti landið í vor. 20.000 eintök af sérstakri vasaútgáfu Biblíunnar seldust upp, 16.000 eintök af Nýja testamentinu seldust einnig upp og fyrir liggja pantanir á 25.000 Biblium til viðbótar. — CAW 1079 Hin marxíska stjóm Mosambique í Austur-Afríku, hefur nú hafið nýjar aðgerðir gegn kirkjunni þar í landi. Trúboðsskólum og sjúkrahúsum var lokað eftir að ríkisstjórn Samora Machels kom til valda 1975. Nú er fólki yngra en 18 ára meinað að taka þátt í kirkjulegu starfi og hömlur eru á kirkjubyggingum. — CA W 979 Babýlon, höfuðborg þjóðarinnar sem eyddi Jerúsalem og Guð bölvaði að hún yrði aldrei endurreist (Jeremia 50-51), er nú að líta dagsins ljós á ný. Reyndar eru það aðeins rústir Babýlonar, sem fornleifafræðingar eru nú að grafa upp. 650 starfsmenn vinna við uppgröft rústanna 90 km fyrir sunnan Bagdad í trak. Nú er verið að grafa upp 2500 ára gamla konungshöll Nebúka- dnesars. — CA W1079 Eftir 30 ára stjórn kommúnista í Austur-Þýskalandi eru 10 mill- jónir manna skirðar barnaskirn og skráðar í kirkjubækur, en íbúafjöldi landsins er um 16,7 milljónir. 8 milljónir tilheyra lúthersku kirkjunni, 1.2 milljónir eru kaþólskir og afgangurinn tilheyrir ýmsum smærri hópum. — CAW1079 1 höfuðborg Filippseyja, Manilla, er kristinn söfnuður sem telur 400 meðlimi. Þessi söfnuður stendur að baki 42 kristniboðum! Það er safnaðarregla að safnaðarmeðlimir gefa ávallt tvöfalt meira til kristniboðs en til safnaðarstarfsins. Því er kristniboðs- sjóður þeirra hlutfallslega mjög sterkur. — SR 3679 Fréttir berast nú af vaxandi ofsóknum gegn kristnum í Eþíópíu. 60 voru líflátnir nýlega, því þeir vildu ekki afneita trú sinni. í maí sl. lét héraðsstjórinn i Gamu Gofa héraði fangelsa 1000 kristna menn úr ýmsurit söfnuðum. Aðalritari Mekane Yesus kirkjunn- ar, Gudina Tumsa, var fangelsaður öðru sinni 1. júní. Þegar 18 ára dóttir hans kom til að færa honum mat í fangelsið var hún einnig hneppt í varðhald. — SR 3679 28

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.