Menntamál - 01.09.1941, Page 51
Frá frædslw-
málsiskrlfstofuiiiii
Kennarastaða
við gagnfræSaskólann á Siglufiröi er laus til um-
sóknar. Umsóknir skulu sendar formanni skólanefnd-
arinnar fyrir 1. ágúst næstkomandi.
Skólastjórastaðan
viö heimavistarbarnaskólann í Hveragerði í Ölfusi er
laus til umsóknar. Æskilegt er, að væntanlegur skóla-
stjóri geti kennt leikfimi og söng. Umsóknir skal senda
skólanefnd Ölfusskólahverfis fyrir 20. ágúst næstkom-
andi.
Kennarastaða
við barnaskólann í Grýtubakkaskólahverfi er laus til
umsóknar. Umsóknir skulu sendar skólanefnd fyrir
20 ágúst næstkomandi.
Kennara
vantar við barnaskólann á Akureyri. Umsóknir skulu
sendar til skólanefndar téðs skóla fyrir 10. ágúst
næstkomandi.
Kennarastaða
við barnaskólann á Akranesi er laus til umsóknar.
Óskað er eftir því, að væntanlegur kennari geti kennt
leikfimi og sund, og gott væri, að hann gæti einnig
kennt söng. Umsóknir skal einnig senda skólanefnd-
inni á Akranesi fyrir 15. ágúst n. k.
Kennara
vantar við barnaskólann á Raufarhöfn. Æskilegt er,
að væntanlegur kennari geti kennt leikfimi; enn-
fremur, að hann geti kennt smábörnum. Umsóknir
skal senda skólanefnd barnaskólans á Raufarhöfn
fyrir 15. ágúst næstkomandi.