Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 60

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 60
54 út í íslenzkri þýðingu í tímaritinu »Jörð« undir nafninu — Kristur á vegum Indlands. — Síð- an hafa komið út: »The Christ of Evry Road«, »Christ of the Round Table« þar sem hann segir frá samtalsfundunum með hinum mennt- uðu Indverjum og »The Christ of the Mount«, frábærlega góð bók um fjallræðuna. Fleiri bæk- ur voru áður komnar út. Verður ekki nógsamlega með bókum hans mælt. Þær eru fullar af sláandi líkingum og lærdómsríkum dæmum úr lífsreynzlu hans. Munu fáir höfundar hafa dýpri skilning á sam- tíðinni og köllun kristinna manna nútímans. Með brennandi eldmóði talar hann um kristni- boðið og telur það ágætast allra hreyfinga. Með kristniboði á hann ekki aðeins við kristið trú- boð meðal heiðingja, heldur boðun Krists hvar sem er. I einni af bókum sínum minnist hann á, að ókristnir fræðimenn haldi því fram, að kristniboðsskipunin í Matth. 28, 19.—20., sé síðari tíma viðbót. En þó svo reyndist, sanni það ekkert gegn kristniboðinu, því að Fagnað- arerindið beri í sér nauðsyn stöðugrar út- breiðslu. Hann famir fram margar ástæður fyr- ir kristniboðinu og skulu hér nokkrar taldar: 1. Það lifir og starfar i þeirri sannfæringu, að sérhver maður sé í sjálfu sér óumræðilega dýrmætur, hvað sem líður þjóðerni, ætterni, hörundslit, efnahag eða mannfélagsstöðu.. Þaó heldur því fram, að í hverju mannslífi felist vísir til eilífs þroska. Að lítt þroskaðar þjóðir séu að vísu til, en engax þær, sem eftir hlut- arins eðli og um aldur og æfi »hljóti að teljast lægri þjóðir«. 2. Kristniboðið er eina hreyfingin, sem hef- j

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.