Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 72

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 72
66 Daufdumbraskólinn er í Reykjavik síðan 1907. For- stöðukona: Margrét Rasmus. Hvað barnaskólana snertir, er samkvæmt lögum 1907 (endurskoðuð 1926) almenn skólaskylda fyrir börn á I aldrinum 10—14 ára og enda hægt að fá hana aukna þannig, að hún verði einnig frá 7—10 ára, og hafa ýms héruð notað sér þetta. — Fræðsluhéruðin eru um 200 að tölu (198) fyrir utan kaupstaðina. Farskólar eru 142 og 64 fastaskólar. Fræðslnmálastjórar: Barnafræðsla: Helgi Ellasson, æðri skólar: Freysteinn Gunnarsson. Umsjónarmenn barnaskóla: Steingrímur Arason (í Reykjavík) og Helgi Hjörvar (I kaupstöðum utan Rv.). Mcnnta- og menningarstofnanlr. Mcnntamálaráó Islands er skipað 5 mönnuin, sem eru kosnir 4. hvert ár af Sameinuðu Alþingi, og eru þessir nú I þvl: Barði Guðmundsson (form.), Stefán Jóh. Stefánsson (ritari), Árni Pálsson, prófessor, Sig. Nordal, prófessor, og Ingibjörg H. Bjarnason. Hlut- verk þess er: 1) að úthluta fé því, sem Alþingi veit- ir til skálda og listamanna, 2) að kaupa fyrir landið lista- verk, sem fé er veitt til, 3) að hafa yfirumsjón með Mál- verkasafni ríkisins, 4) að samþykkja teikningar af kirkjum þjóðkirkjusafnaðanna og eins hvar kirkjur eigi að standa og kaupa altaristöflur I kirkjur þjóðkirkjunn- ar, eftir því sem fé er veitt til, frá hlutaðeigendum, 5) að úthluta námsstyrk til stúdenta og annara náms- manna erlendis, 6) að úthluta ókeypis fari til útlanda með skipum Eimskipafélags fslands, 7) að hafa yfir- umsjón með ýmsum sjóðum, til eflingar listum og vísindum, sem stofnaðir kynnu að verða. Menningarsjðður er undir umsjón Menntamálaráðs og skal honum varið til: 1) að gefa út góðar, alþýðleg- ar fræðibækur og úrvals skáldrit, frumsamin eða þýdd, Á

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.