Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Síða 8
8
me5 lögum, — eins og hluttekningar- og aðstoðar-
leysið hjá söfnuðum þeirra.
En þá má spyrja: í hverju er þá þessi sam-
vinna sjerstaklega fólgin, eða að hverju á hún að
snúa sjer? Og má þá svara: Samvinnan á sjer-
staklega að koma fram í því, að hvorirtveggju
hlynni að:
1. Guðsþjónustu safnaðartns.
2. Ungmennum lians.
3. Sainfjelags kristindómf.
4. Kristilcgu líknarstarfl.
Að því er guðsþjónustuna snertir, má fyrst
minnast á kirkjurœknina. Eins og kunnugt er,
er henni mjög ábótavant víðast hvar hjer á landi,
og margur prestur andvarpar opt yfir þeirri hugs-
un á laugardögunum: Skyldu nú áheyrendurnir
verða fleiri en stólarnir á morgun, eða skyldi yfir
höfuð verða messufært? Það er bersýnilegt, að slík-
ar hugsanir verða ekki prestinum til hjálpar, ekki
sízt, ef hann brestur áhuga og kjark til að flytja
Guðs orð endrarnær en við „embættisverk." Það
er og sterk freisting, að undirbúa sig ekki jafn vel,
þegar prjedikarinn býzt við 10 tilheyrendum, eins
og þegar hann býzt við 100, og þá getur farið svo
áður en hann varir, að þeir hafi nokkuð til síns
máls, sem kveða upp úr með aðalástœðuna til allr-
ar kirkjuvanrækslunnar hjer á landi og segja:
„Vjer förum ekki, af því að oss finnst, að vjer höf-
um ekkert að sækja til kirkjunnar/