Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Side 18

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Side 18
18 Flestum prestum og mörgum öðrum kemur saman um, að það væri æskilegt, að þau kæmust víða á, hjer á landi. „En erfiðleikarnir eru svo margir,“ bæta þeir allopt við — og stinga svo hönd- um í vasana. Þeim prestum, sem eru svo illa settir, að þekkja ekki neinn trúaðan leikmann í söfnuði sínum, sem vill styðja þá, er nokkur vork- utin, þótt þeir ráðist ekki í að stofna kristilegt ungra manna fjelag. — Þótt þeir megi hins vegar ekki gleyma því, að slikt fjelag gæti þó með Guðs hjálp orðið til að ala upp „meðhjálpara" eða starfs- bræður handa þeim, ef þeir vildu biðja um dug og þolinmæði til að sinna. þvi nokkur ár með fullri alúð. — Sjeu nokkrir kristnir áhugamenn í söfnuðinum, ætti presturinn að fá þá til að stofna kristilegt æskumannafjelag með sjer, einkanlega, ef þeir væru dálítið menntaðir. Þannig væri mjög æskilegt, að barnakennarar tækju þátt í slíku stai-fi. — Barnaguðsþjónustur og kristileg unglingafjelög eru vinsælli meðal aimennings hjer á landi en svip- uð frjáls starfsemi meðal fullorðna, — liklega með fram af því, að fóik heldur „að krakkarnir verði þá þægari," — enda mun ekki trútt um, að sum- um foreldrum bregði í brún, þegar heyrist, að ein- hverjir hafi tekið sinnaskiptum í K. F. U. M., og sjeu farnir að láta bera á því. — - En því minni hleypidómar, sem hreyfingunni mæta, því hægra ætti að vera að fá leikmenn til að sinna henni. — Á hinn bóginn ætti að vera óþarfi að minna menn

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.