Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 11
FRÓÐI
267
Hann vakti samt ekki mikla eftirtekt. Menn vom of hrifnir
af þessum atburði til þess, að gefa gaum að nokkrum einstökum
manni. En Roussillon vildi ekki sefast láta. Merkisviðburður í
Vincennes og hann, Roussillon, ekki höfuðpersónan! Heims-
endir hlaut að vera ( námunda! Ilann kom að smá-dyri, er
gleymst hafði að loka.
Hann reif dyr þessar upp og göslaði inn í virkið.
Fyrir utan hjelt sami gauragangurinn áfram og fór vaxandi
með hverri mfnútu. Clark lcist elc'ki á blikuna. Meðan á ásókn-
inni á virkið stóð, hafði hann orðið vc) var við hatur það, er svall
í brjóstum manna gegn Hamilton. Ilanu var hræddur um, að
varðtnönnum tækist ckki, að halda mönnum í skefjum og vildi þvf
sem mest flýta athöfn þessari. Ilann kallaði Bevcrlcy til sfn og
fól honum á hendur, að draga breska fánann niður, en draga aftur
upp Virginíu fánann. Með þessu sýndi hann Beverley hin.n
mesta sóma, er mundi hafa örvað hjartaslög lians undir vanaleg-
um kringumstæðum. En nú var öðru nær. Hann gekk að verki
þessu eins og vjel, án nokkurs fagnaðar — að verki, er hafði meiri
þýðing en nokkurt annað verk, er unnið hafði verið vestan fjalla f
baráttunni fyrir frelsi Bandamanna og yfirráðum yfir landinu. —
Hamilton stóð spölkorn frá fánastönginni, með arma kross-
lagða á brjósti, þungur á svip og horfði stíiðugt á Beverley, er
hann var að leysa kaðalinn, er vafinn var um stöngina þrjú fet frá
jfirðu. Menn Clarks stóðu í hálfhring á bletti þeim, er auður var
f miðju virkinu. Jazon frændi var á öðrum enda hálfhrings þessa,
og var auðkennilegur fyrir búning sinn. Þögnin í virkinu var
mjög f mótsetning við hávaðann úti. Clark gaf merki. Bumbu-
sláttur hófst. Bcverley Ijet kaðalinn lausan og tók að draga niður
breska fánann. Hægt og hægt hneig hinn fríði fáni hinnar vold-
ugustu þjóðar heimsins til jarðar sem súrmun þeirrar staðreyndar,