Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 15
FRÓÐI
271
orðið að þola sakir ástarinnar — logandi dreypifórn á altari henn-
ar — og ruddi sá þungi öllum skorðum úr vegi.
Sjera Beret horfði á þau og brann einkennilegur eldur úr
augum honum. Það, sem hann óttaðist, kom fram. Alice misti
fánann niður, er hún sá Beverley nálgast með fagnaðar-brosi ;
hún rak upp gleði-óp og varpaði sjer í opna arma hans.
Jcan þreif upp fánann og hljóp með hann til Clarks. Hann
var festur á dragreipið og dreginn að liún. Meðan á þeirri at-
höfn stóð, buldu við þrettán fallbyssu-skot — hefðu átt að vera
fjórtán, eitt fyrir Norðvestur-landið, er þá bættist við lýðveldi
Vesturheims. Háreysti og öðrum fagnaðarlátum er ekki unt að
lýsa. Sá fáni hefir sfðan blaktað yfir gömlu Vincennes.
Beverley og Alice stóðu hvert við annars hlið og horfðu á
sólina strá geislum á fánann. En gcislar ástarinnar Ijómuðu 4
andlitum þeirra.
XXI. KAPÍTULI.
HÖFUðLEðRA-VIðSKIFTI .
Veraldarsagan yrði all-þyrkingsleg, ef sumir sagnfræðingar
fengju að ráða; en hins vegar yrði hún hryllileg og ósennileg, ef
sumir skáldsagnahöfundar rjeðu gangi hennar að fullu og öllu. Til
allrar liamingju liafa hvorugir þar mikið að segja.
Væri saga vor af gamta bænum, Vincennes, tómur skáld-
skapur — bara hugsmíði vor — dirfðumst vjcr ekki, að láta hana
koma fyrir sjónir þeirra, er skyn bera á, cða nefna hvellsprenging
þá hina miklu, cr varð, er púðurhúsið virkisins brann, og draga
þannig athygli frá söguhetju vorri, er komist gat burt þaðan — cr
hcnni liafði liðið svo undurvel um stund, en þar scm hún n ú á-
leit að hún hefði orðið sjer til minkunar — án þess að það vckti
nokkra eftirtekt. — En vjer skýrum hjer að eins frá sannsöguleg-