Fróði - 01.05.1913, Side 22

Fróði - 01.05.1913, Side 22
2/8 FRÓÐI III. Þá er það áríðandi, að grfpa hvort cinasta tækifæri til að hafa not af þessari nýju venju, sem maðurinn er búinn að afla sjer. ' Það er afleiðingin af verkunum sem festir þau í huga manns- ins og mótar þau á sálu hans. Þegar hinar nýju venjur fara að hafa áhrif á lff mannsins, þá fer hann að sjá þýðingu þeirra, það eru þá meira en tilraunir eður venjur, og oft og tíðum lffsspurs- mál fyrir hann. Og tækifærin geta þá orðið þungamiðja eður grunnur, sem siðgæðið getur haft sem fspyrnu er það reynir afl sitt. IV. atriðið er það, að vera vakandi en ekki sofandi f þessu, að reyna þetta á hverjum degi, ekki beinlfnis einmitt það sama, heldur temja þjer að gjöra eitt eður annað sein er þjer ógeðfclt, og sem þú mundir ekki gjöra nema brýnasta nauðsyn bæri til. Venja þig á það, að láta á móti sjálfum þjer. Þft stæðir þá sfður ber- skjaldaður eða máttvana þegar á þyrfti að herða. Og hvGr sá maður, sem daglega hefir tamið sjer að beina at- hygli sfnu og eftirtekt að einhverju vissu, og sem hefir stöðugan, fastari vilja og getur neitað sjer um hluti þá, sem lítils eru virði, hann getur staðið eins og bjarg þó að alt nötri og skjálfl f kring um hann, og fjelagar hans og samferðamenn hans sjeu svo ljettir á metum og lausir á fótum, að þeir velti um og þyrlist burtu sem dúnfjaðrir, ef að vindgustur kemur úr einhverri áttinni.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.