Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 46
302
FRÓÐI
hann gæti sagt nokkuð rjetti hún Roberie borgara höndina og
mælti;
'“Jeg kýs þegar,” sagði hún í hálfum hljóðum, ‘‘jeg ætla að
treysta yður.”
Roberic snjcri sjer að La Chesnaye.
“Viljið þjer lofa mjer að fara mcð vagnin yðar?” mælti'hann.
“Máske þjer vilduð bíða hjer ef að borgarastúlkan kynni að koma
hingað aftur, eftir svo sem tvær stundir, þó að það sje mjög ólfk-
legt. En það get jeg sagt yður að líf yðar er í veði, cf að þjer
fylgið okkur til Lissac.”
Aubert La Chesnaye svaraði engu, hann stóð þar sem stein-
mynd ein. Svo sótti Roberie hestinn sinn þangað, scm hann
hafði bundið hann undir trjánum, en bauð ökumanninum að setjast
í vagninn og keyra til Lissac. Fór þá hrollur um La Chesnaye,
en ekki gaf hann neitt mcrki af sjer. Svo keyrðu þau niður hæð-
ina, en Roberie reið á eftir.
Júlfus hjelt í hest Auberts, en hann tók taumana úr hendi
hans.
“Þið getið farið, allir þrfr”, mælti hann. “Flýtið ykkur til
Chasnaye — segið föður mínum hvaða voði sje á fcrðum. Biðjið
hann, frá mjer, að búast til að flýja til Englands, bæði vegna
móður minnar og systra. Segið að úlfarnir frá París sjeu á ferð-
inni, og innan skamms muni lfkt ganga yfir La Chesnaye, sem
þið nú hafið sjeð að kom yfir Lissac. Jeg treysti þjer, Júlíus, að
telja þau á það að flýja. Til hvers ættu þau að láta líf sitt ? Til
hvers ættu þau að vera eftir í Frakklandi ? Til þeSs að láta þessa
slátrara, sem kalla sig föðurlands vini, taka sig af lífi eða draga sig
til Parfsarborgar á höggstokkinn ?”
“En þjer, herra minn, hvað ætlið þjer að gjöra?” stamaði
Castillac frarn. “Hvert ætlið þjer að fara ?”