Fróði - 01.05.1913, Side 13

Fróði - 01.05.1913, Side 13
FRÓÐI 269 að Hamilton mundi falla í óvit. En brátt ruddist ofsahljcið úr kverkum Jazons frænda: “Lifi Georg Washington! Lifi fáni Alice Roussiilon.’' Hann hljóp fram á mítt svæðið og henti húfunni hátt í loft upp með voðalegu herópi. “Upp með það ! Upp með það ! Upp með Alice-fánann, Fræga fána upp”. Hann dansaði til og frá rneð hinum afskaplegustu tilburðum og ljet sem óður væri. Clark hafði verið sagt frá þvf, er Alice dró upp fánann, þá er Hamilton tók virkið, og hvernig hún þreif hann úr höndum hans og fjekkst ekki til að skila honum aftur hversu hart sem hún var leikin. Nú tók ait að verða honum ijóst. Nú heyrði hann, að hún sagði við Hamilton um leið og hún veifaði fánanum hægt fram og aftur: “Þjer munið vfst, herra Hamilton, að jeg sagði yður, að er þjer næst sæjuð fána þennan, skyldí jeg láta hann blakta yfir höfði yðar, Sjáið nú! jeg er að veifa honum! Lifi lýðveldið! Lifi Georg Washington! Hvernig lfður yður, Hamilton yfir- foringi ?’’ Veslings litli kryplingurinn tók ofan höfuðfat sitt og veifaði því eftir hljóðfallinu f orðum Alice. Nú hófust óskapleg fagnaðar-óp innan virkis og utan, allir virtust jafn-hrifnir bæði af framkomn og fegurð Alice sem og af því, hve þessi atburður átti vel við tækifærið. “Dragið upp fánann hennar! Dragið upp fánann ungu stúlkunuar!” kallaði einhver f hópnum og tóku ótal raddir undir það. Clark var ungur og kurteis maður. Skyndileg og þægileg áhrif fengu vald yfir honum. Hann sneri sjer að Bevcrley og mælti;

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.