Fróði - 01.05.1913, Síða 18

Fróði - 01.05.1913, Síða 18
274 FRÓÐI sterkan áhuga maðurinn skuli hafa á hinu og þessu, eður hvað iniklu afli hann skuli beita til að fá því framgengt. Þetta getur því gjört útslagið, hvað snertir lyndiseinkunnir mannsins, smekk hans, tilfinningar, hugsanir, eftirlanganir og gjörðir. Þá geta menn og sjeð það sjálfir, ef að menn hugsa út í það, að það er algjörlega undir vilja mannsins komið, hvað mikla eður sterka athygli menn beina að einu eður öðru. Ef að viljinn slepp- ir haldi á athyglinni, þá reikar hugurinn frá einu til annars. Það eru þá þúsundir hugmynda sem flækjast fyrir hugarsjón vorri, svo að alt verður f einni þoku eða flækju, sem <5mögulegt er að greiða sundur, og það er eins og straumurinn af þessum þokumyndum sje látlaus og endalaus, en hann eyðileggur fyrir oss alla eftirtekt, alt minni, allan lærdóm, öll áform, alla staðfestu, orðheldni, ær- legheit og manndygð. En þó að mörgum kunni að finnast það undarlegt og erfitt f fyrstu, þá geta menn áreiðanlega. tamið viljann til þess, að hafa hald á öllum þessum þokumyndum eða á öllum þeim myndum, sem skapast geta eða leiðst fram í sálu mannsins. Og það er hlutur eður starf, sem manninum er meira áríðandi en nokkuð annað. Það er ekki nóg að maðurinti þekki hinar siðferðislegu skyld- ur sfnar, að elska og umbera og fyrirgefa, að starfa og vinna, að afneita sjálfum sjer, að leggja á sig erfiði og útlát fyrir náunga og skyldmenni og velferð fjelags þess, sem hann lifir í. Hann þarf líka að temja vilja sinn til þess, að uppfylla þessar skyldur. Hann verður að móta lyndisfar sitt smátt og smátt með ótal tilraunum og verkum, alveg eins og smiðurinn teygir hinn glóandi járntein með ótal höggum, þangað til að hinn spannarlangi járnbútur er orðinn að þriggja feta Ijá eða skeifum undir fjóra hestfætur. Og eins og enginn maður er svo fávís að ætla sjcr að gjöra þetta með

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.