Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 18

Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 18
274 FRÓÐI sterkan áhuga maðurinn skuli hafa á hinu og þessu, eður hvað iniklu afli hann skuli beita til að fá því framgengt. Þetta getur því gjört útslagið, hvað snertir lyndiseinkunnir mannsins, smekk hans, tilfinningar, hugsanir, eftirlanganir og gjörðir. Þá geta menn og sjeð það sjálfir, ef að menn hugsa út í það, að það er algjörlega undir vilja mannsins komið, hvað mikla eður sterka athygli menn beina að einu eður öðru. Ef að viljinn slepp- ir haldi á athyglinni, þá reikar hugurinn frá einu til annars. Það eru þá þúsundir hugmynda sem flækjast fyrir hugarsjón vorri, svo að alt verður f einni þoku eða flækju, sem <5mögulegt er að greiða sundur, og það er eins og straumurinn af þessum þokumyndum sje látlaus og endalaus, en hann eyðileggur fyrir oss alla eftirtekt, alt minni, allan lærdóm, öll áform, alla staðfestu, orðheldni, ær- legheit og manndygð. En þó að mörgum kunni að finnast það undarlegt og erfitt f fyrstu, þá geta menn áreiðanlega. tamið viljann til þess, að hafa hald á öllum þessum þokumyndum eða á öllum þeim myndum, sem skapast geta eða leiðst fram í sálu mannsins. Og það er hlutur eður starf, sem manninum er meira áríðandi en nokkuð annað. Það er ekki nóg að maðurinti þekki hinar siðferðislegu skyld- ur sfnar, að elska og umbera og fyrirgefa, að starfa og vinna, að afneita sjálfum sjer, að leggja á sig erfiði og útlát fyrir náunga og skyldmenni og velferð fjelags þess, sem hann lifir í. Hann þarf líka að temja vilja sinn til þess, að uppfylla þessar skyldur. Hann verður að móta lyndisfar sitt smátt og smátt með ótal tilraunum og verkum, alveg eins og smiðurinn teygir hinn glóandi járntein með ótal höggum, þangað til að hinn spannarlangi járnbútur er orðinn að þriggja feta Ijá eða skeifum undir fjóra hestfætur. Og eins og enginn maður er svo fávís að ætla sjcr að gjöra þetta með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.