Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 3
B L A Ð M m u n i n n ENNTASKÓLANS A A K U R E Y R I UM GAMBRA OG ÚTGÁFUSTARFSEM I I öndverðum aprílmánuði barst mér í hendur nýtt tölublað af Gambra. Þetta mun vera í fjórða sinn, sem Gambri er gefinn út hér í skólanum, en eins og menn rnuna voru það þeir Halldór Blöndal og félagar, sem fyrstir settu lrér Gambra-kút á stokkana og þótti sá mjöður, sem þeir skenktu alþýðu, allgóður, þótt blendinn væri. Síðan hafa aðrir orðið til að gefa út Gambra, og nýir siðir koma með nýjum herrum, og nokkuð öðrum hugblæ hefur þótt stafa frá síðum blaðsins nú í tveim hinum síðari árgöngum, heldur en meðan þeir Halldór og Ari stýrðu pennanum. Ekki mun é2f o:era neinn samanburð, o o 7 enda líta menn hlutina misjöfnum augum, og hver hefur sinn smekk. Eg mun í þetta sinn ræða ögn tilverurök blaðsins og drepa lítillega á nokkrar þeirra ritsmíða, sem það flytur nú. Það hefur oft orðið að umræðuefni, hvort hyggilegt sé að gefa út tvö blöð í jafn fá- mennum skóla og M. A., og hafa ýmis rök verið tilfærð. Mitt sjónarmið er, að gott eitt sé við því að segja, ef einhverjir vilja verja tíma sínum og fjármununr til að gefa út blað á eigin spýtur. Ég fullyrði, að Gambri hefur a. m. k. í þetta sinn ekkert tekið frá Muninn, heldur þvert á móti glætt áhuga á útgáfustarfsemi í skólanum og valdið því, að enn fleiri hafa orðið til þess að rita í Mun- inn. Hann hefur einnig veitt talsverðu efni viðtöku, sem við töldum ekki rétt að birta í Muninn og höfðum því afþakkað. Þannig hefur hann orðið til þess að gefa hlutaðeig- endum tækifæri til að sjá verk sín koma fyr- ir almenningssjónir. Hefur hann því gegnt svipuðu hlutverki og Óðinn og verið sá vettvangur, þar sem nýir menn geta hafið feril sinn og stælt krafta sína, áður en þeir takast á hendur stærri verkefni. Og það er vissulega nokkur lærdómur í því fólginn að sjá ritsmíðar sínar koma fyr- ir almenningssjónir, og það krefst talsverðr- ar sjálfsögunar, a. m. k. í byrjun, að senda frá sér þau verk, sem menn hafa lagt rækt við og tjáð hug sinn í, en það er einkenni margra góðra skáldverka. Það getur valdið nokkrum sársauka að sjá þau gagnrýnd vægðarlaust. En einmitt sú gagnrýni er flestu nauðsynlegri og kennir mönnum flestu betur að vanda verk sín og veitir þeim reynslu, sem síðar getur orðið halddrjúg. Mér er því oftast þvert um geð að hafna þeim ritverkum, sem Muninn berast og er því sárfeginn, er skriffinnarnir eiga í annað hús að venda. Annað það, sem ég tel einnig réttlæta til- veru Gambra, eða annars förunautar Mun- ins, er það, að þaðan má hann eiga von á nokkurri gagnrýni, en ef hún er reist á sanngirni og einhverju viti, getur hún orðið til gagns, og þaðan má vænta ábendinga, sumra í framfaraátt. Auðvitað hlýtur margt misjafnt að slæðast með, en óbilgjarnar árásir geta verið skemmtilegar, jafnvel þótt þær séu úr lausu lofti gripnar, aðeins ef þær eru drengilegar. Um lúalegt nart og MUNINN 75

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.