Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 25

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 25
hlöðuball III. bekkjar, útkomu Gambra, íþróttamót o. fl. Annálsritari vill að lokum þakka nem- endum og kennurum fyrir skemmtilegan vetur og óska þeim gleðilegs sumars. Með beztu heilsan. R. Viðbætir. Hinn 2. apríl sl. héldu 3. bekkingar skennntun undir nafninu hlöðuball. Skemmtunin tókst vonunr framar, að því undanteknu, að ekkert var þar, sem minnti á hlöðu. Öllu heldur fannst mönnum þeir vera staddir í verbúð, angandi af tjöru. Þyk- ir oss 3. bekkingar heldur byltingarsinnaðir. Skemmtunin liófst með skaupi nokkru, sem ekkert er nema gott um að segja. Er sannarlega gott til þess að vita, að svo snjall- ir húmoristar og söngvarar, sem raun ber vitni um, skuli vera til í 3. bekk. Þó hefði mátt færa brandarana í „miðilsfundinum“ í annað form. Slík skrípalæti, sem þar áttu sér stað, eiga ekki heima á menntaskóla- skemmtun. Ölkúturinn var skemmtileg til- breyting og innihaldið hressandi. 4. bekkingur. BRIDGEÞÁTTUR Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn gróskumikið ,,bridge“líf hér í skóla sem í vetur. Til hvers þessi fjörkippur á rót sína að rekja, er ekki gott að fullyrða, án efa á sú lægð, sem málfundafélagið Huginn er nú í, nokkurn hlut að máli. Þetta er vissu- lega okkur, sem íþróttina stundum, mikið ánægjuefni, en öðrum sýnu minna. Því að ósjaldan heyrir maður þær raddir, að „bridge“ sé leikur, sem vafasamt sé fyrir menntlinga að stunda, nema þá mjög í hófi. En {Dessum röddum get ég ekki verið sam- mála, en aftur á móti er það ágæt dægra- stytting og þó nokkuð uppbyggileg íþrótt. Samt var nú ekki meiningin að hefja neinn áróður fyrir „bridge“, heldur skal nú vikið að helztu viðburðunum á því sviði í vetur. Fyrri hluta vetrar fór fram tvímennings- keppni, sem Hjálmar Hjálmarsson og Sig- urður Karl sigruðu, eftir að hafa tekið svo örugga forystu í fyrstu umferð, að vart komu aðrir til greina sem siarurvegarar úr o o o því. Sveitakeppninnar var svo beðið með nokkurri eftirvæntingu, og var almennt bú- izt við, að baráttan mundi standa milliV.og VI. bekkjar. En það fór mjög á annan veg. Str.ax í fyrstu umferð vann IV. bekkur sveit VI. bekkjar, og var þá sýnt, að kraftaverk mundi þurfa til að stöðva þá, þar sem V. bekkur hafði misst Sigurð Karl. Enda fór svo, að IV. bekkur vann alla sína keppi- nauta, en hinar sveitirnar hlutu sinn vinn- inginn hver. í sveit IV. bekkjar spiluðu Halldór og Grétar, sem þegar voru orðnir þekktir sem góðir spilarar, en meira á óvart komu Cecil og Helgi Frímann, sem gáfu félögum sínum hvergi eftir, hvað spila- mennsku snerti, og spiluðu oft betur. Loks undir vor fór frarn hin árlega keppni milli MA og KEA. Fóru kaupfélags- menn með sigur af hólmi, sem og sl. ár. Einnig kepptu kennarar við nemendur á tveirn borðum eins og að undanförnu. Fóru leikar svo, að á fyrsta borði báru nemendur sigurorð af lærifeðrum, en þar spilaði af nemenda hálfu blönduð sveit úr V. og VI. bekk. En á hinu borðinu fóru hinir nýbök- uðn skólameistarar halloka. Lauk því þeirri keppni með jafntefli og þóttust nem- endur nokkuð hafa rétt hlut sinn frá fyrra ári. Lýk ég svo þessu rabbi með frómum ósk- um um enn hækkandi sól Bridgefélags MA. 1 spaði. M U N I N N 97

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.