Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 12

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 12
ráðarétt sinn, en mundu þó seint láta af yf- irgangsstefnu sinni. Flestir töldu þó horf- urnar batnandi. Eitt af einkennunr bandarískrar æsku og reyndar þjóðarinnar í heild er íþróttaáhug- inn, sem okkur þætti nálgast brjálæði, svo víðtækur og ákafur senr hann er. Hver skóli hefur að nrinnsta kosti einn kappleik viku- lega í körfuknattleik. Þangað sækja allir, senr vettlingi geta valdið, og fylgjast með af lífi og sál. Piltarnir leika, en valið er kvennalið, venjulega sex stúlkur, er blaupa léttklæddar unr gólfið, gera ýmis erfið stökk og æfingar og lrvetja áhorfendur tilaðlralda nreð liðinu, senr þær fylgja. Þær eru mjög vel æfðar, enda er leikfinrikennsla mjög góð, ef leikfimi er á annað borð valin senr náms- grein. Auk körfuknattleiks leika allir ping-pong eða borðtennis, golf, hockey eða eitthvað annað. Auðvitað leika svo allir baseball, senr er þjóðaríjrrótt þar vestra. Körfuknattleiksbetjur eru mjög dáðar. Bandarískir unglingar eru vanir Jrægind- um og kunna að meta Jrau. Fólk Jrarf ekki að vera stórríkt til að lifa tiltölulega góðu lífi, og allt er gert fyrir börnin, þó að ekki sé dekrað við þau, a. m. k. ekki á þann mælikvarða, senr við nrundunr leggja á Jrað orð. Ég veit ekki, bvort við þættunrst vera frjáls í amerísku samfélagi. Mórallinn er ákaflega lrár og strangur, hversu frjálslega sem piltar og stúlkur unrgangast hvort ann- að og ótal reglur unr, lrvað má og ekki má og ekki alltaf gott að vita, hvað við á. Ég veit ekki, hvernig okkur íslendingunr nrundi ganga að samlagast slíkunr lráttum, þó að Anreríkanar séu bæði vingjarnleg og gestrisin Jrjóð. Það mætti skrifa langan pistil, ef gefa ætti reglulega fullkonrna lrugmynd unr líf ungs fólks í Bandaríkjunum, en ég verð að láta Jrað bíða betri tíma, því að nú er skamnrt til vorprófs. J. E. B. STÆRÐFRÆÐIN OG ÉG Stærðfræði er orð, sem vekur ugg og ótta í lrjörtum flestra nemenda í nrenntadeild. I þriðja bekk eru menn kotrosknir, þegar nrinnzt er á stærðfræði, og þykjast færir í flestan sjó. í fjórða bekk breytist viðhorfið algjörlega. Máladeildarmennirnir fyllast annað lrvort hroka gagnvart stærðfræðinni eða verða gagnteknir ofsalegri nrinnimáttar- kennd, senr brýzt út í svívirðingum unr okk- ur í stærðfræðideild. En við erum síður en svo öfundsverðir. Franr að jólum gengur allt vel í viðskiptum okkar við stærðfræð- ina, og við lítunr niður á latínugránana. Síðan fer að syrta í álinn. Skrifleg próf á lrálfsmánaðar fresti draga kjarkinn úr hverj- um meðalnranni. Miðsvetrareinkunnin keyrir nrarga í kaf, og Jreinr skýtur aldrei upp aftur, heldur lrætta að lesa stærðfræði, og lifa í stöðugunr ótta við að koma upp, og þá sjaldan Jrað kemur fyrir, rísa hárin á lröfði kennarans af vonzku og ótta yfir fáfræði Jreirra. Hinir lesa stærðfræðina, þennan spegil siðmenn- ingarinnar, en nú breytist dagskráin dálítið. Þeir geyma að lesa hana, Jrangað til síðast og lesa þá allar greinar, nreir að segja sögu, til Jress að sleppa sem lengst undan erkióvin- inum. Þegar líður að upplestrarleyfi, segir kenn- arinn daglega: „Hu, lru, þið fallið allir í vor.“ Um svipað leyti erum við farnir að ala hið innra nreð okkur óskiljanlega vel- vild til latínunnar og jafnvel farnir að sjá eftir því að hafa farið í stærðfræðideild, en enginn vill „vertera“, Jrví að sá aunrasti nreðal allra máladeildarmanna kemst ekki í hálfkvisti við uppgjafa stærðfræðing eða stinkara, eins og við erum kallaðir. Unr vorið fáunr við margra daga upp- lestrarleyfi og allir lesa af dálitlu kappi, og skríða svo upp nreð slétta 3,0. (Framhald á bls. 86.) 84 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.