Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 8

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 8
,,Já, einmitt það, — en hvað hefur þú set- ið lengst?“ „Það mun hafa verið í dönskutíma í 3. bekk hjá Jóni Árna, en þá sat ég allan tím- ann á naglabretti til þess að halda mér vak- andi, — en hafið mig nú afsakaðan um stund, — ég þarf eiginlega snöggvast á kukkhúsið.“ Að svo mæltu vindur Þorbjörn sér fram úr rúminu, dreafur tungu- og reimalausa skó á fætur sér. Við horfum í forundran á skótau spek- ingsins, og er hann sér það, segir hann glott- andi, um leið og hann fer: „Eg hef nefni- lega aldrei notað skóreimar.“ Á meðan spakmennið er á kukkhúsinu, ræðum við lítið eitt við Pál, sem er hinn margvísasti maður. Þegar Þorbjörn kemur aftur, segist hann hafa liitt Einar Gtinnar Dalamann. ,,Er ykkur ekki allvel til vina, ykkur Ein- ari?“ spyrjum við. „Nei, J:>að er nú eitthvað annað, enda er Einar vondur strákur og illa kynntur," segir Þorbjörn. En sem hann Iiefur þetta fram sagt, ryðst nefndur Einar inn í herbergið. Hófst þá Jíegar hin harðasta rinnna milli Dalamanns- ins og spekingsins út af vangoldnum skuld- um liins fyrrnefnda í Morgunblaðssjóð þeirra félaga. Sáum við okkur þann kost vænstan að hverfa á braut um sinn, og um leið og við fikrum okkur fram af loftskör- inni, barst á eftir okkur hávær umvöndun spekingsins og „þrýstiloftskenndur vél- byssuhlátur" Dalamannsins. G. G. K. og Ó. E. Úr ritgerð: Veturinn verður árlega mörg- um mönnum að bráð. ... — Þýðing: Þá fór hún upp í flugvél og lagði land undir fót. . . . — Endursögn í íslenzku: Þá brást Suttungur í arnarham og flaug sem fætur toguðu.... SMÁSAGNASAMKEPPNIN Sjö sögur bárust í smásagnasamkeppni Munins, er lauk í ofanverðum aprílmán- uði. íslenzkukennarar skólans fengu sög- urnar til umsagnar. Töldu þeir enga þeirra eiga sérstaka viðurkenningu skilið. Skipti ritnefndin því verðlaunaupphæðinni milli Jreirra Davíðs Gíslasonar, Mikaels Mikaels- sonar og Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, en þeir sendu allir ágætar sögur. En vegna annarlegra ástæðna gátum við ekki birt þær allar 3 og biðjum höfundana velvirð- ingar á Jrví. Öllum, sem Jrátt tóku í sam- keppninni, þökkum við þeirra framlag og dómnefndinni fyrirhöfnina. Ritnefndin. ATHUGASEMD I síðasta blaði birtist grein undir yfir- skriftinni „Hvað geta bæjarbúar gert fyrir skólann minn?“ Átti að fylgja greinargerð, en hún féll niður. Svo er mál með vexti, að Ásgeir Jakobs- son forstjóri efndi til ritgerðasamkeppni í skólanum um jretta efni. Barst aðeins ein ritgerð, og var höfundur hennar Björn Teitsson frá Brún. Veitti Ásgeir honum verðlaunin. Er það ekki með öllu vanzalaust, að eigi skyldu fleiri nemendur vilja rita um svo merkilegt málefni. Væri ekki óeðlilegt, þótt velunnarar skólans Jn'eyttust á að greiða götu okkar, er þeir fá slíkar undirtektir. Ásgeir á hins vegar hinar mestu þakkir skil- ið fyrir greiðasemi sína og velvild í skólans garð. Hefur hann m. a. styrkt Muninn á ýmsa lund, bæði auglýst meir í blaðinu en nokkur annar aðili og einnig annazt sölu þess í bænum. Færum við honum beztu þakkir fyrir blaðsins hönd. Ritnefndin. 80 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.