Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 9

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 9
TUNGL í ROFI Mér skrikaði ögn fótur, og ég greip í rið- ið til að verja mig falli. Eg orðaði það við vin minn, að það væri auðséð á þessum fjandans kirkjutröppum, að bæjarstjórnin ætti ekki oft leið þar um. „Ertu með vanka?“ spurði vinurinn. „Hvaða tegund eigum við að snúa okkur að?“ sagði ég og virti fyrir mér dollaragrínið sem bankastjórinn renndi inn á stæðið. Það stóðu einhverjir við dyrnar og ég sá, að tjöldin voru fyrir uppi í salnum. „Lítum fyrst inn stundarkorn ytra,“ og við gengum út Hafnarstrætið. Það stóð rauður bílskrjóður handan göt- unnar, og þeir voru að þrasa við stelpurnar úr mjólkurbúðinni. Sá við stýrið sagði eitt- ht'að, og ég sá þær fara inn. „Þær eru af Eyrinni," sagði vinur minn, og ég rnundi hvernig hann hafði horft á aðra þeirra, þegar hann át smjörkökuna í löngufrímínútunum. „Jæja.“ Hann fyrtist og gekk alveg upp að mér. „Hægan, ekki hef ég kokkálað þig, þú mátt sjálfum þér um kenna.“ Hann opnaði dyrnar með öxlinni, og við gengum inn. Það var lykt af vondri sósu og ég fór ekki úr frakkanum, því að ég vildi ekki láta bera á þessu. Við settumst við borðið hjá glugganum, því að það voru sjómenn við Snorrabúð. Við blönduðum sterkt, og ég sá þann rauða koma að sjoppunni fyrir handan. Þeir keyptu kók og fóru með flöskurnar. Vinurinn tjáði sig fylgjandi skipulögðum niðurskurði á mannfólki, en ég byrjaði á sögu um hrafnaskyttirí. Hann sagði mér að þegja, og við rifumst stundarkorn um bæk- ur og hann kenndi mér tvær klámvísur undir afdráttarhætti áður en við gengum. Það var mikil birta í salnum, þegar við komum inn. Einhver var að lesa sögu á lyftingunni, og mér fannst birtan vond. Fólkið horfði ntikið á okkur, og við feng- um okkur borð innar í salnum. Maðurinn hélt áfram að lesa, og é°' heyrði að það var um kjölturakka og eitt- hvert tré. „Hvað skyldi hann hafa oft drýgt hór þessi,“ sagði vinurinn, og ég fann til, þegar hann sparkaði í legginn á mér til áréttingar. „Þetta eru blindir menn að leik,“ sagði ég, því að mér leizt skelfing illa á fólkið og nennti ekki að hlusta. Hann sagði eitthvað, og ég nennti ekki að jagast við hann, því að ofninn var við borðið og ég liafði séð viskíflöskurnar á barnum, Jregar við komum. Ég fann, að það yrði farið að loka; sagan var löngu hætt, og það höfðu tveir gaurar sungið af lyftingunni og mér fannst það þyrfti að kenna þeim framburð, því að þeir höfðu sungið á útlenzku. Ég hafði flutt mig á barinn, Jregar þeir voru með aukalagið, og mér var orðið órótt Jregar hún kom upp stigann. Mér hafði þótt vont, að tegundin mín var ekki til, og ég fékk mér nokkra tvöfalda í staðinn. Mér leið aftur vel, og það var verið að leika Stráss, og Hámenningarráðið, kunn- ingi rninn, hafði gefið mér gin, og ég ræddi um hundahald og landa við bónda framan úr Firði. Ég vissi, að hún sat við borðið okkar og henni þótti líka vænt um Stráss. Éo; ætla bráðurn inn, os; við mundum tala mikið saman og dansa, þegar það kæmi gott lag. Ég sá innanum dyrnar, að sú úr mjólkur- M U N I N N 81

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.