Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 18
REGN Hefurðu reikað um rigninganótt, og hugsað, hvað býr bak við gluggatjöldin? Kannski ríkir þar gleði, kannski sorg, ef til vill aðeins djúpur friður þeirra, sem sofa. Rigningin bylur á gangstéttinni, en þú veitir henni naumast athygli, því þú ert henni vanur, þykir vænt um hana. En þeir, sem inni eru, hlæja, gráta eða sofa. Þannig er tilveran. Regninu slotar, nýr dagur rís í austri af rigninganótt. En sá, sem vakti, veit meir en þeir, sem inni voru. Hann veit það sanna um hið mannlega líf. ZETHA. SIJÖRNUR Stjörnurnar eru augu himinsins, sem lesa hugsanir mannanna og sjá, skynja og hugsa nær en nokkurn grunar, þær vita öll forlög þín. En þú einskis nýti maður, táldreginn af vélheiminum hugsar ekki sjálfstætt, hvorki hatar né elskar en samt lifir þú. Því sál þín mun leita burt frá hinu lífvana lífi, að hinu fullkomna, og finna það. Annars muntu hverfa í myrkur hins eilífa dauða. ZETHA. 90 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.